Skírnir - 01.04.2004, Page 54
48
JÓNA GUÐBJÖRG TORFADÓTTIR
SKÍRNIR
heldur einnig og miklu fremur fyrir að vera kona. Lokaorðin end-
urspegla lítilsvirðinguna í garð kvenna: Ekki ber að hlusta á orð
konu. Að þessum orðum slepptum er Alfífa enn niðurlægð og virt
að vettugi þó svo að hún eigi margt eftir ósagt: „Gekk þá Einarr af
þinginu, ok svá allr múgr fór heim af þessu þingi, ok þótti þó Ál-
fífu margt vantalat."47 Alfífa er yfirgefin án þess að fá að tala sínu
máli. Rödd hennar er þögguð niður.48
Harðorð ræða Einars þambarskelfis á sér forsögu sem er vert
að gera grein fyrir í þessu samhengi. Einar er kvæntur inn í mestu
valdaætt Noregs; eiginkona hans var Bergljót Hákonardóttir ríka
Hlaðajarls og bræður hennar jarlarnir Sveinn og Eiríkur. Einar var
sömuleiðis tengdur Knúti ríka fjölskylduböndum þar eð fyrr-
nefndur Eiríkur jarl átti Gyðu, systur Knúts, en sonur þeirra var
Hákon jarl Eiríksson sem réð Noregi fram að stjórnartíð Alfífu og
Sveins.49 Snorri Sturluson segir svo frá að þegar Hákon jarl hafði
tekið við ríki í Noregi hafi Einar mágur hans ráðist til lags við
hann. Á þeim tíma voru Einar og Knútur ríki í miklum kærleik-
um og hét Knútur því að
Einarr skyldi vera mestr ok gcjfgastr ótiginna manna í Nóregi, meðan
hans vald stœði yfir landi. En þat lét hann fylgja, at honum þótti Einarr
bazt fallinn til að bera tígnarnafn í Nóregi, ef eigi væri jarls við kostr, eða
sonr hans, Eindriði, fyrir ættar sakir hans. Þau heit virðusk Einari mikils
ok hét þar í mót trúnaði sínum. Hófsk þá af nýju hgfðingskapr Einars.50
Næst segir af Einari er hann spyr fráfall Hákonar jarls. Honum
þykir þeir Eindriði feðgar vera best komnir að þeim eignum og
lausafé er jarl hafði átt. Minnist hann þá heita Knúts ríka og fer
þegar á fund hans á Englandi. Knútur fagnar honum vel en þegar
Einar ber upp erindi sitt segir konungur allt á annan veg en áður,
því að hann hafi heitið Sveini syni sínum ríki í Noregi. Hann bið-
ur Einar þó að halda við sig vináttu og býður honum nafnbætur
47 Ágrip af Nóregskonunga SQgum. Fagrskinna - Nóregs konunga tal, 207.
48 Alfífa mætir einnig slíku viðmóti í frásögn Snorra Sturlusonar þegar hún ber
brigður á helgi Ólafs: „Þá svarar Einarr þambarskelfir, bað hana þegja ok valði
henni mgrg hgrð orð.“ Snorri Sturluson: Heimskringla II, 404-405.
49 Snorri Sturluson: Heimskringla I, 340-341; II, 27.
50 Snorri Sturluson: Heimskringla II, 307.