Skírnir - 01.04.2004, Page 55
SKÍRNIR
í ORÐASTAÐ ALFÍFU
49
og land að léni, meira en aðrir lendir menn. Einar heldur aftur
heim til Noregs við svo búið og „minntisk þess, er Knútur hafði
heitit honum jarldómi yfir Nóregi, ok svá þat, at konungr efndi
ekki heit sín.“51 Einar gleymir ekki því sem þeim Knúti fór á milli
en hann geymir hnjóðsyrðin fyrir frillu hans og unglingsson, þau
liggja mun betur við höggi.
Alfífa liggur vel við höggi
Alfífu konungamóður er kennt um allt sem miður fer. Vanþókn-
un Norðmanna stafar einkum af frekum lögum nýrrar konungs-
stjórnar og er Alfífu kennt um, enda fer hún með forræði yfir
drengnum. En eru lögin runnin frá hennar brjósti? í Ólafs sögu
helga segir um hina illræmdu lagasetningu að hún var „eptir því
sett, sem lgg váru í Danmgrk, en sum miklu frekari."52 Löggjöfin
er einkum ætluð til þess að auðga yfirkonunginn: I Knýtlinga
sögu er greint svo frá Knúti konungi að hann hafi tekið „miklu
meira í skatta ok skyldir á hverju ári af þrim þjóðlpndum en hverr
sá annarra, er hafði eitt konungsríki fyrir at ráða, ok þó þat með,
at England er auðgast at lausafé allra Norðrlanda."53 Af þessu má
skilja að Knútur hafi ráðið löggjöf mæðginanna í Noregi, enda sér
hann vart hag sinn í því að láta ríkið eftirlitslaust í hendur konu og
unglingspilti. Það má velta því fyrir sér hvort Knútur hafi einmitt
séð sér hag í því að eftirláta þeim ríkið þar eð ætla mætti að bæði
væru þau meðfærileg og létu vel að stjórn. Viðhorf Norðmanna
koma skýrt fram í ræðu Einars þambarskelfis; Sveinn sonur Alfífu
er rétt á unglingsaldri og því vart fullþroska karlmaður og Alfífa
er kvenmaður og telst því vart fullburða manneskja og því síður
hæfur stjórnandi. Alfífa er sem lítið peð í pólitísku valdatafli karl-
manna. Það má ætla að Einar hefði orðið mun tregari í taumi við
stjórnvölinn en mæðginin sem í einu og öllu lúta valdboði Knúts.
Alfífu er hvergi borin vel sagan, ef hennar er þá yfirleitt getið.
I elstu heimildum er hún nánast virt að vettugi og aðeins nefnd þar
51 Sama rit, 402.
52 Sama rit, 399.
53 Danakonunga SQgur, 124.