Skírnir - 01.04.2004, Page 56
50 JÓNA GUÐBJÖRG TORFADÓTTIR SKÍRNIR
sem rætt er um móðerni Haralds hérafótar, í kjaftasögustíl, eins og
fram kemur í samtímaheimildunum Saxaannálum og Encomium
Emmae, svo og riti William frá Malmesbury sem er lítið eitt yngri
frásögn. Um og eftir 1200 fer meira fyrir Alfífu í heimildum.
Henni er kennd harðstjórn og ofríki í riti Theodoricusar, frá um
1180, og í Ágripi, frá um 1200, er ófrelsi og óáran nefnt í sama
mund og nafn hennar. Þegar á líður 13. öldina hlýtur Alfífa æ verri
útreið í heimildum; frásagnir af henni gerast mjög ýkjukenndar og
víða gætir fyrirlitningar á henni. í þættinum af Sigurði Ákasyni úr
Ólafs sögu hins helga, sem hefur varðveist í Flateyjarbók, er Alfífa
orðuð við tröll og á svipuðum tíma hlýtur hún afar slæma meðferð
í Fagurskinnu, þar sem Einar þambarskelfir vanvirðir hana og níð-
ir. í Morkinskinnu, frá byrjun 13. aldar, er Alfífa sögð illa innrætt.
Þar er lýst tilræði hennar við Magnús góða sem verður síðan
Hörða-Knúti að bana og þar segir ennfremur frá dóttur hennar,
sem á sér enga stoð í raunveruleikanum, og brögðum þeirra
mæðgna til þess að villa um fyrir vonbiðli systur Magnúsar góða.
Öllu raunsærri og hófstilltari lýsingar er að finna hjá sagnaritur-
unum Snorra Sturlusyni og hinum danska Saxa málspaka. Hins
vegar skín í gegn fyrirlitningin á kvenpersónunni Alfífu. Snorri
greinir frá óvinsældum hennar meðal alþýðu og lýsir niðurlæg-
ingu hennar í samskiptum við Einar þambarskelfi. I bókum Saxa
er Alfífa sömuleiðis vanvirt og einungis sýnd sem óvirkt viðfang í
stríðsleik karla. í 13. aldar handriti af Ólafs sögu helga, svonefndri
Helgisögu, er endurtekinn þátturinn af Sigurði Ákasyni og grein-
ir þar enn frá flagðinu Alfífu.54
Greina má ákveðna stígandi í meðferð sagnaritara á Alfífu. I
fyrstu er hún nánast virt að vettugi; hún gegnir aðeins því hlut-
verki að vera frilla Knúts konungs og hugsanleg móðurnefna Har-
alds hérafótar. Þegar farið er að gefa Alfífu einhvern gaum í heim-
ildum er hún í hlutverki harðstjórans og henni er kennt um alla
óáran og vesöld í ríkinu. Á eftir fylgja fyllri frásagnir og ýkju-
kenndari um Alfífu; hún er orðuð við tröll þjóðtrúarinnar og ber
54 1 elstu sögu Ólafs helga, sem er talin vera frá 1160-85, er Alfífa hvergi nefnd
enda hafa aðeins varðveist fáein brot úr sögunni.