Skírnir - 01.04.2004, Page 57
SKÍRNIR
f ORÐASTAÐ ALFÍFU
51
svip af vondu stjúpu ævintýranna55 samfara því að vera vanvirt og
fyrirlitin í samskiptum við karlmenn; raunar kveður svo rammt að
lítilsvirðingunni í garð Alfífu að hvergi er hirt um að geta um
endalok hennar og því síður hlýtur hún refsingu, ekki fremur en
konurnar í skriftaboðum Þorláks Þórhallssonar biskups.
Því fer fjarri að Alfífa fari með hefðbundið kvenhlutverk og
þess vegna hlýtur hún að þjóna hlutverki hins illa í sögunum.
Henni er eignað allt sem miður fer og m.a.s. er harðæri aldarinnar
kennt við nafn hennar: „þá hér er yfir oss kom ríki Alfivo og sú
hin illa öld“.56 Áður hefur tímabil verið kennt við kvenmann og
þarf það ekki að koma á óvart að í Fagurskinnu er Alfífu líkt við
Gunnhildi konungamóður, þar sem segir að „svá margt illt stóð af
hennar ráðum í Nóregi, at menn jpfnuðu þessu ríki við Gunnhild-
ar gld, er verst hafði verit áðr í Nóregi."57 Þessar stórbrotnu kon-
ur eiga sitthvað sameiginlegt.58 Þær eru stórlátar og metnaðar-
gjarnar konungamæður sem þar að auki eru útlendingar í kon-
ungsríki Norðmanna. Fyrst og síðast eru þær þó konur sem standa
utangarðs í samfélagi sem lýtur lögmálum karla. Þá er sem hvers-
dagslegar mannlýsingar hafi vart þótt duga til að lýsa þessum að-
sópsmiklu, óhlýðnu konum og hafi þær því verið skreyttar ævin-
týraminnum. Lýsingar á konunum báðum draga vissulega
nokkurn dám af kynjum ævintýranna, enda er ekki langt seilst þar
sem í heimi undra, sem liggur fyrir austan sól og sunnan mána, er
fjallað nóg um kóngafólk og samskipti þess við þegnana og í hon-
um er jafnan nóg af nornaskap, illþýði ýmiss konar og óþjóðum.
Meðferðin á þessum sterku kvenpersónum í fornsögunum er
engan veginn einsdæmi og eru mýmörg dæmi þess að konur sem
eitthvað hefur kveðið að hafi fengið slæma útreið; þær hafa tíðum
verið málsvarar hins illa í sögunum og verið úthlutað hlutverki
55 Hér má nefna að ef minnið um vondu stjúpuna liggur Morkinskinnu til grund-
vallar, þar sem um Alfífu ræðir, þá kann minnið að vera fyrr á ferð í heimildum
en áður hefur verið talið.
56 Morkinskinnn, bls. 100.
57 Ágrip af Nóregskonunga SQgum. Fagrskinna - Nóregs konunga tal, 202.
58 Sjá frekari umíjöllun um Gunnhildi: Jóna Guðbjörg Torfadóttir: „Gunnhildur
and the male whores“.