Skírnir - 01.04.2004, Page 58
52
JÓNA GUÐBJÖRG TORFADÓTTIR
SKÍRNIR
skassins, og þegar verst lætur tröllkonunnar. íslensk þjóðtrú hefur
að geyma fjölda ótrúlegra sagna af raunverulegu fólki sem var þekkt
af einhverri fjölkynngi. Landnámabók getur Þuríðar Arngeirsdótt-
ur og segir að „Þjórsdælir vildu grýta hana fyrir fjglkynngi ok trgll-
skap“ og hefur þjóðsagnageymdin gert úr henni voðalega skessu
og mannætu.591 þjóðsögunni af Gissuri frá Lækjarbotnum segir af
skessunni í Stórugröf sem kallast á við systur sína hinum megin
við Þjórsá og biður hana um að fá sér pott til að sjóða Gissur í.é0
I Missögn af Gissuri á Botnum er svo skýrt frá tilurð þessarar
skessu: „I Búrfelli upp af Þjórsárdal heitir Tröllkonugröf; á þar að
vera grafin Þuríður Arngeirsdóttir er Landnáma getur um að
„Þjórsárdælir vildu berja grjóti í hel“.“6i Og enn er greint frá Þur-
íði í sögunni Flagðkonur við Þjórsá en þar er sagt að „aldrei hafi
tröllkona búið í Þjórsárdal eða Búrfelli, önnur en Þuríður."62 Þur-
íður er sögð vera tröllkona af fjölkynngi sinni en þegar fram líða
stundir er ekki lengur gerður greinarmunur á henni, sveitakon-
unni sem vissi lengra nefi sínu eða stórvöxnum mannætukonum
þjóðtrúar.
Ekki þarf að ferðast um heim þjóðtrúar eða skáldskapar til
þess að finna sagnir af tröllkonum og mannætum. I Kristinrétti
Sverris konungs frá lokum 12. aldar er m.a. að finna ákvæði sem
lýtur að refsingu konu sem sýnir sig í að vera tröllkona, þ.e. fjöl-
kunnug, eða mannæta:
En ef það er kennt konu að hún sé tröllkona eða mannæta þá skal mæla á
hendur henni úr húsum þrem og sé það áður héraðsfleygt. En ef hún
verður að því sönn þá skal færa hana á sæ út og höggva á hrygg. En ef hún
kveður við því nei þá skal hún hafa fyrir sér guðs skírslur, vígt vatn og
ketil, og taka þar í. Þá er vel er hún verður skír. En ef mælir úr einu húsi
að hún sé tröll og mannæta þá er það rógur og fjölmæli, ef hún verður um
það skír.63
59 Islendingabók. Landnámabók, 287.
60 Jón Árnason: fslenzkar þjóðsögur og œvintýri I, 153.
61 Samarit, 154.
62 Jón Árnason: íslenzkar þjóðsögur og nevintýri III, 234.
63 Norges gamle Love, I, 434 (tilvitnunin er færð til nútímastafsetningar en orð-
myndir eru látnar halda sér).