Skírnir - 01.04.2004, Page 59
SKÍRNIR
í ORÐASTAÐ ALFÍFU
53
Konur máttu hafa sig hægar því annars gátu þær átt von á því að
verða vændar um tröllskap og ónáttúrulega hegðun. Orðræðan
hefur ávallt verið afar öflugt valdatæki sem oftast var stjórnað af
karlmönnum og í höndum þeirra enn ein leið til þess að hemja
konuna og hegna henni. Allt fram til þessa dags hefur sterka kon-
an mátt þola harða útreið og niðurlægingu. Ágætt dæmi frá nú-
tímanum er meðferðin á kvenréttindakonum 20. aldar. Skemmst
er að minnast almenningsviðhorfa til Rauðsokkahreyfingarinnar.
Ein af Rauðsokkunum, Helga Sigurjónsdóttir, segir svo frá að þær
hafi nánast orðið þjóðsaga í lifandi lífi þar eð almannarómur var
undrafljótur að gera sér mynd af þeim:
Rauðsokka var karlkona sem hataði karlmenn og vildi ekkert hafa með
börn að gera. Hún sinnti ekki húsverkum og væri hún gift neyddi hún
veslings eiginmanninn til að sjá um heimilið. Hún var ósmekkleg í klæða-
burði, mussukona og lopadrusla, gekk á flatbotna skóm óburstuðum,
snyrti sig ekki lét hár sitt vaxa og greiddi það sjaldan. Til að kóróna allt
saman var þetta óánægð kona og ófullnægð bæði sálarlega og kynferðis-
lega.64
Kona sem hefur sig í frammi hefur ætíð farið með hlutverk and-
stæðingsins, hún beygir sig ekki undir vald feðraveldisins og því
stafar samíélaginu ógn af henni: í viðjum fjölskyldunnar er henni
úthlutað hlutverki vondu stjúpunnar þar sem hún sinnir ekki
skyldum sínum sem eiginkona og móðir og vill fyrirkoma fjöl-
skyldu sinni; hún hlýtur þann dóm að verða að hrikalegri og hold-
mikilli tröllkonu sem berar sköp sín undan stuttum stakki í von
64 Gestur Guðmundsson og Kristín Ólafsdóttir: ’68 Hugarflug úr vibjum vanans,
242-243. Annað dæmi sérstakt má nefna sem varðar Bríeti Bjarnhéðinsdóttur
(1856-1940) en hún er öllum kunn fyrir sína framsæknu forystu í íslenskri
kvennabaráttu, þó einkum fyrir að hafa stofnað og veitt formennsku Kvenrétt-
indafélagi íslands. í þessu ljósi er merkileg frásögn sonardóttur Bríetar og
nöfnu, Bríetar Héðinsdóttur, af því þegar fyrsti götuvaltarinn í Reykjavík var
nefndur eftir kvenréttindakonunni. Nafngiftin varð til af því að Bríet kom því
til leiðar að hann yrði keyptur þegar hún sat í bæjarstjórn og var þetta saklaust
grín bæjarbúa. Hins vegar horfir öðru vísi við „þegar út kemur námsbók um
sögu Reykjavíkur árið 1987 og þessi gamli valtarabrandari er það ítarlegasta
sem sagt er um störf nokkurrar konu.“ Bríet Héðinsdóttir: Strá í hreiðrið, 325;
Lýður Björnsson: Við flóann hyggðist horg, 23.