Skírnir - 01.04.2004, Page 67
SKÍRNIR
GRÆNLAND OG UMHEIMURINN
61
tönnum og fálkum hefur verið tilviljanakenndara og farið eftir því
hvernig dýrin gáfu sig.
Engar ritaðar heimildir eru til um að Grænlendingar hafi flutt
út ullarvörur svo sem vöruvaðmál og röggvarfeldi en vegna þess
að Grænlendingar stunduðu sauðfjárrækt og ófu úr ullinni, og
vaðmálið var verðmæt verslunarvara, verður að telja líklegt að þeir
hafi flutt eitthvað af slíku á markað þótt frásagnir um það hafi ekki
ratað á bók.
Innflutningsvörur Grænlendinga voru af svipuðu tagi og þær
sem fluttar voru til Islands á sama tíma, svo sem timbur til húsa-
gerðar og smíða, mjöl, tjara, járn og aðrir málmar auk varnings sem
kirkjan þurfti á að halda, svo sem vín og vax. Einnig hefur verið
flutt inn munaðarvara handa höfðingjunum, fínna efni í klæðnað,
eðalvopn og síðast en ekki síst ölgerðarefni.6 Ekki hefur þótt gott í
ári þegar slíkt vantaði, samanber frásögn Eiríks sögu rauða af því
þegar Eiríkur varð uppiskroppa með bruggefni skömmu fyrir jól
og lagðist í þunglyndi en Þorfinnur karlsefni bjargaði honum úr
klípunni og tók Eiríkur þá gleði sína.7
Ekki tók þó allur almenningur þátt í útflutningsversluninni
heldur voru það fyrst og fremst þeir sem áttu eitthvað afgangs, svo
sem landeigendur úr hópi leikmanna sem höfðu leigutekjur og
kirkjan sem þurfti að skipta einhverju af því sem hún fékk í tíund
yfir í vörur sem hana vanhagaði um.
En þótt framleiðsluvörur Grænlendinga væru um margt verð-
mætar féllu þær misvel að erlendum mörkuðum. Þetta kemur
skýrt fram í bréfaskiptum þeirra Marteins IV. páfa og Jóns rauða
erkibiskups í Niðarósi í mars 1282. Jón hefur sent páfa greinargerð
um krossferða- og páfatíund Islendinga, Færeyinga og Grænlend-
inga. Páfi svarar því til að vörur eins þær sem komi frá Grænlandi,
svo sem nauta- og selskinn, tannvara og svarðreipi, henti illa í bar-
áttunni við heiðingja sem slíkar og biður um að þeim sé komið í
verð nær heimamörkuðum og peningarnir sem fyrir þær fáist
6 Sjá nánar um verslun íslendinga í Gunnar Karlsson, „Frá þjóðveldi til konungs-
ríkis“, bls. 15-22.
7 Eiríks saga rauða, Islendinga sögur I, bls. 345.