Skírnir - 01.04.2004, Page 68
62
GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON
SKÍRNIR
sendir til Rómar. í maí sama ár bendir hinn heilagi faðir erkibisk-
upi á nokkra kaupmenn frá Lucca á Norður-Italíu sem taki slík
viðvik að sér fyrir páfastól.8
Grænlandskaupmenn hafa líklega haft þann háttinn á að vera
margir um eitt skip en hver haft sína vöru og verður ekki betur séð
en að svo hafi verið allt fram á 14. öld.
Siglingar d Norður-Atlantshafi fram til 1400
Sigling til íslands var áhættusamt fyrirtæki og hafa kaupmenn
einkum haft til slíkra ferðalaga skip af öflugasta tagi, svo sem
knerri og síðar bússur. Knörrum hefur einnig verið siglt til Græn-
lands frá upphafi norrænnar byggðar þar, ýmist beint frá Noregi
eða með viðkomu á íslandi, sem gat verið hagkvæmt ef rúm var
fyrir meiri varning.
Eins og áður segir hefur Lúðvík Kristjánsson fært fyrir því rök
að uppistaðan í flota þeim sem sigldi undir forystu Eiríks rauða til
Grænlands árið 984 hafi ekki verið hafskip heldur stórir breiðfirsk-
ir bátar, tí- og tólfæringar og jafnvel stórir áttæringar í bland. Þessi
skip hafi vel getað rúmað fjölskyldu, valinn búpening og nauðsyn-
legustu tól og tæki einkum ef skipin hafa verið byrt fyrir ferðina.
Hann hefur líka bent á að vel hefði verið hægt að halda uppi sam-
göngum við Grænland með slíkum skipum fram eftir öldum.9
Margt bendir til þess að það hafi einmitt verið hagkvæmt fram-
an af að sigla milli Grænlands og Islands á stórum bátum. Bátarn-
ir voru liprari í snúningum en knerrirnir sem voru mun stærri, eða
allt að 50 tonn, og því þungir í stýri miðað við bátana.10 Því var
auðveldara að sigla bátunum innan um rekís og sker, eins og gjarn-
an verða á vegi sjófarenda við vesturströnd Grænlands. Knörrinn
var hins vegar mun öflugra skip og stóðst betur rekís.
Vörurnar sem nefndar hafa verið og flytja átti á markað voru
heldur ekki plássfrekar. Rostungstennur, svarðreipi, húðir, ná-
8 D.I. II, bls. 235-37.
9 Jón Þ. Þór ræðir einnig um þetta í „Why was Greenland “Lost”?“, bls. 35.
10 Helgi Þorláksson, „Enterprizing Explorers", bls. 24.