Skírnir - 01.04.2004, Page 69
SKÍRNIR
GRÆNLAND OG UMHEIMURINN
63
hvalstönn ef vel bar í veiði, fálkar og stöku sinnum hvítabjarnar-
húnn auk vaðmáls sem búið var að pakka vandlega í sekki. Á Is-
landi voru grænlensku vörurnar svo geymdar þar til far fékkst
fyrir þær á markað í Evrópu.
Það var líka auðveldara að koma minni skipunum til þeirrar
hafnar sem ætlunin var að taka því þeim var hægt að róa ef á þurfti
að halda, til dæmis í byrleysi. Knerrinum varð hins vegar að leggja
að landi í fyrstu höfn, annars gat illa farið eins og Lúðvík Krist-
jánsson bendir á.11 Það gat því verið hentugt fyrir norska kaup-
menn að nálgast grænlensku vörurnar á Islandi í stað þess að fara
eftir þeim alla leið til Grænlands.
Eins og áður sagði hefur Helgi Guðmundsson sett fram þá til-
gátu að Vesturland, og þó einkum Breiðafjörðurinn, hafi verið
miðstöð fyrir þessa verslun, enda liggur hann vel við Grænlands-
siglingu. Þaðan hafi svo varningurinn verið fluttur til Orkneyja,12
Noregs og jafnvel alla leið til Englands og Frakklands.
Ekki er að finna margar vísbendingar í heimildum um að á Is-
landi hafi verið umskipunarhafnir fyrir grænlenskar vörur. Þó er
rétt að nefna að árið 1224 komu sendimenn Hákonar gamla heim til
Noregs úr fálkaleiðangri til Islands og skömmu síðar sendi Hákon
konungur Hinriki III. Englandskonungi gjafir en meðal þeirra voru
þrír hvítir fálkar og tennur úr stóru sjávardýri (dentes centinos),
líklega rostungstennur.13 Þessar vörur benda óneitanlega til þess
að sendimenn konungs hafi náð sambandi við einhverja sem
stunduðu Grænlandsverslun frá íslandi og höndlað við þá. Einnig
11 Lúðvík Kristjánsson, „Grænlenzki landnemaflotinn og breiðfirzki báturinn",
bls. 102-103.
12 Helgi Guðmundsson, Um haf innan, bls. 54-72.
13 D.N. XIX, bls. 125. - Hér verður gengið út frá því að flestir af hvítu fálkunum
sem nefndir eru í heimildum séu grænlenskir og hafi verið teknir á Grænlandi.
Grænlenskir fálkar koma að vísu hingað til lands sem flækingar á vetrum en
varla hefur verið hægt að fanga marga slíka, að minnsta kosti ef veiðitíminn hef-
ur verið á vorin og fyrri hluta sumars eins á síðari öldum. Ljósu afbrigðin af ís-
lenska fálkanum eru einnig tiltölulega fágæt. Á árunum kringum 1700 voru
iðulega fangaðir nálægt 100 fálkar á ári en af þeim voru sjaldan fleiri en einn eða
tveir hvítir. Síðar á 18. öld voru mun fleiri fálkar sem teknir voru taldir hvítir.
Sjá nánar um þetta í Björn Þórðarson, „íslenzkir fálkar“.