Skírnir - 01.04.2004, Page 70
64
GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON
SKÍRNIR
eru til heimildir um að Grænlandsfar hafi strandað við Hítarnes á
Mýrum 1266 og að um borð hafi verið rostungstennur.14
Ekki verður betur séð en að Grænlendingar hafi sjálfir hannað
skip sem hentuðu til ferðalaga um norðurslóðir. I Konungsannál
segir frá því að 1189 hafi Ásmundur kastanrasi komið á skipi sínu
til íslands frá Grænlandi og voru 13 í áhöfn.15 Eftir fjölda skip-
verja að dæma, auk varnings, gæti þetta skip hafa verið lítið eitt
stærra en breiðfirsku bátarnir sem áður voru nefndir, en það var
þó ólíkt þeim að því leyti að skipið var allt seymt og bundið sin-
um en ekki neglt. Konungsannáll getur þess að Ásmundur hafi
verið í Krosseyjum og Finnsbúðum sem voru veiðibúðir á Austur-
Grænlandi.
En ekki er allt sem sýnist í þessari frásögn. I Hoyersannál er
getið um lítið skip, allt seymt trésaumi og bundið seymi, sem kom
í Breiðafjörð árið 1192 og höfðu skipverjar verið sjö vetur í Finns-
búðum og Krosseyjum.16 Dóu þeir um veturinn úr farsótt og
gengu aftur. Bogi Th. Melsteð telur að hér sé ruglað saman tveim
skipum, skipi Ásmundar og grænlenska skipinu, og gert að einu
skipi í Konungsannál.17 Bogi bendir á að margir Islendingar hafi
tekið sér far utan með Ásmundi og hann telur ólíklegt að svo hafi
verið ef skip hans hefur verið af þeirri gerð sem Konungsannáll
lýsir. Báðar skipshafnirnar létust og því hafi skipunum verið rugl-
að saman. Hvert ferð Ásmundar var heitið þegar hann lagði frá Is-
landi segja heimildir ekkert um en óneitanlega er líklegra að hann
hafi ætlað til Noregs fyrst hann tók marga farþega. Hvort sem það
nú var Ásmundur kastanrasi sem sigldi á seymdu skipi milli
Grænlands og Islands eða skipverjarnir sem gengu aftur þá er ljóst
að Grænlendingar hafa líka notað skip á stærð við stóran bát til
ferðalaga og hægt var að sigla á þeim til Islands.
Seymda skipið er prýðisgott dæmi um það hvernig Grænlend-
ingar löguðu sig að umhverfi sínu. Seymd skip virðast hafa verið
14 Islandske Annaler, bls. 136. - Ólafur Halldórsson, Grœnland í miðaldaritum,
bls. 54.
15 Islandske Annaler, bls. 120.
16 Sama heimild, bls. 61.
17 Bogi Th. Melsteð, „Ferðir, siglingar og samgöngur“, bls. 830-31.