Skírnir - 01.04.2004, Page 71
SKÍRNIR
GRÆNLAND OG UMHEIMURINN
65
hentug til siglinga á norðurslóðum, létt í stýri og hraðskreið. í
Heimskringlu segir frá því að Sigurður slembir, einn þeirra sem
börðust um völdin í Noregi á 12. öld, hafi látið Sama smíða fyrir
sig skútur sem voru allar seymdar og fóru hraðar yfir en önnur
skip. Reru 12 menn á borð á skútum Sigurðar enda voru þær her-
skip.18 Hvort Grænlendingar hafa farið í smiðju til Sama þegar
þeir hönnuðu skip sín skal ósagt látið.
Líklega hafa Grænlendingar haldið áfram að nota skip af þess-
ari stærð til siglinga innanlands og til meginlands Ameríku fram
eftir 14. öld, því í Skálholtsannál segir frá því að Marklandsfar hafi
orðið hafreka og komið til Islands 1347. Samkvæmt frásögn ann-
álsins voru 17 í áhöfn og dvöldust þeir hér á landi um veturinn.19
Skipinu er þannig lýst að það hafi verið minna en minnstu Islands-
för á 14. öld. Það virðist því hafa verið af svipaðri stærð og þau
skip sem hafa verið til umfjöllunar hér að framan.
Eitt af því sem styrkir tilgátuna um að Island hafi verið milli-
liður í siglingum til Grænlands er að fram yfir 1300 komu Garða-
biskupar gjarnan við á Islandi á leið til eða frá Grænlandi. Þannig
hagaði Arnaldur Garðabiskup för sinni þegar hann og Einar
Sokkason sigldu til Grænlands að lokinni vígslu.20 Sums staðar er
tekið sérstaklega fram í annálum að þeir hafi komið við hér á landi
en yfirleitt er greint skilmerkilega frá ferðum þeirra heim og heim-
an, rétt eins og ferðalög íslensku biskupanna og annarra fyrir-
manna til og frá Islandi eru tíunduð.21 Engar ótvíræðar heimildir
eru hins vegar um að Grænlandsfarar hafi komið við á Islandi eftir
1300. Síðustu Garðabiskupar, sem nákvæmar fréttir eru af, eru
þeir Þórður bokki sem gæti hafa komið hér við 1310 og Árni
biskup sem fór til Grænlands 1315. Einnig er getið um ferð Álfs
18 Heimskringla, hls. 702.
19 Islandske Annaler, bls. 213.
20 Grænlendingaþáttur, íslendinga sögur I, bls. 395. Ekki er hægt að ráða af heim-
ildum hvort menn skiptu um farkost á íslandi eða sigldu áfram á sama skipi.
21 Fátt segir þó af ferðum þeirra Eiríks ufsa Gnúpssonar fyrsta biskups Græn-
lendinga, sem reyndar er hálfgerð þjóðsagnapersóna þótt í Landnámu sé full-
yrt að hann hafi verið úr Kjósinni, og Jóns knúts (1150-87) en aðeins er sagt frá
vígslu hans og svo Nikuláss biskups en ekki er ljóst hvort hann kom nokkurn
tíma til Grænlands.