Skírnir - 01.04.2004, Page 77
SKÍRNIR
GRÆNLAND OG UMHEIMURINN
71
áttu erindi.38 Svipað viðhorf kemur fram í bréfi frá Hákoni Björg-
vinjarbiskupi til konungs árið 1340. Þar lætur hann í ljós áhyggj-
ur af því að vandkvæði kunni að vera á því að ráða hæfa menn á
knörrinn.39 Ekki er alltaf ljóst hvernig útgerð Grænlandsknarrar-
ins var háttað. Stundum virðist hann vera á vegum krúnunnar en í
öðrum tilfellum verður ekki betur séð en að kirkjan geri hann út
og taki að sér flutninga á varningi fyrir konung.40
Knörrinn var því aðalsamgöngutæki Grænlendinga við um-
heiminn frá því um 1300 og til loka 14. aldar, þegar tengslin milli
Grænlands og Noregs rofnuðu, en þá voru norska ríkisvaldið og
kirkjan ekki lengur fær um að sinna samskiptum við þetta fjarlæga
skattland. Hvernig á því stóð og hvort einhver tók við því hlut-
verki skal ósagt látið enda ekki viðfangsefni þessarar greinar.41
Verslun með grænlenskan munaðarvarning
Af heimildum má ráða að Grænlandsverslunin hefur verið geysi-
lega ábatasöm þegar vel tókst til en hún var líka hættuleg rétt eins
og íslandsverslunin. Það sanna hinar fjölmörgu frásagnir af sjó-
slysum og mannsköðum í annálum og öðrum heimildum. I Skál-
holtsannál segir til dæmis um árið 1346: „Kom knörrinn af Græn-
landi með heilu og harla miklu fé“, en sama annálsgrein segir frá
tveimur skipum sem fórust við ísland þetta ár.42
Eins og áður sagði voru rostungstennur, hvítir fálkar, náhvals-
tennur, hvítabirnir og skinn mjög verðmæt vara en megnið af
farminum hafa þó verið vörur af hversdagslegra tagi, húðir, svarð-
38 D.N. XXI, bls. 67.
39 D.N. VIII, bls. 145.
40 DN. VIII, bls. 154.
41 Ýmsar tilgátur hafa verið settar fram um hvers vegna svo fór sem fór. Til dæm-
is að orsakanna sé að leita í breytingum á hagkerfinu, eftirspurn eftir græn-
lenskum vörum hafi minnkað og því ekki borgað sig að stunda verslun þar. Sjá
Jón Þ. Þór, „Why was Greenland “lost”?“ - Helgi Þorláksson hefur líka bent á
að á síðari hluta 14. aldar hafi stærri og burðarmeiri skip verið búin að taka við
hlutverki knarrarins og sú þekking sem þurfti til að stýra og smíða knerri hafi
smám saman glatast. Sjá Helgi Þorláksson, „Enterprizing Explorers", bls. 24.
42 Islandske Annaler, bls. 212.