Skírnir - 01.04.2004, Page 78
72
GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON
SKÍRNIR
reipi, vaðmál og aðrar ullarvörur, sem síðan létu smám saman
undan síga fyrir skreiðinni þegar kom fram á 14. öld. Eftir nokkru
var að slægjast því árið 1325 deildu Björgvinjarbiskup og erkibisk-
up í Niðarósi um tíundargreiðslur Grænlandskaupmanna frá
Þrándheimi. Vildi Björgvinjarbiskup fá tíundirnar því þar tóku
kaupmennirnir land en erkibiskup úrskurðaði það gamla venju að
kaupmenn greiði heimakirkjum sínum tíund.43 Sem dæmi um þau
verðmæti sem þarna var höndlað með má nefna að sendimaður
páfa fékk eitt sinn yfir 600 kg af rostungstönnum í tíund og péturs-
pening sem hann seldi og fékk greitt í silfri.44
Kirkjan og konungsvaldið lögðu af skiljanlegum ástæðum
áherslu á að hafa töglin og hagldirnar í versluninni við skattlönd-
in. Fljótlega eftir að Island og Grænland urðu skattlönd Noregs-
konunga tryggði krúnan sér forkaupsrétt á verðmætustu skatt-
landsvörunum. Þó var að nokkru gefið eftir gagnvart kirkjunni í
sáttargerð Magnúsar Hákonarsonar og erkibiskups árið 1277, en
samkvæmt henni mátti biskup kaupa fálka eins og áður.45
Krúnan hélt fast í þennan rétt fram á síðustu áratugi 14. aldar,
sem sést best á því að árið 1374 höfðar konungur mál á hendur Sig-
urði Kolbeinssyni, umboðsmanni sínum á Grænlandi, vegna þess
að hann átti að hafa keypt jarðeignir og arf eftir Bárð nokkurn Dies
sem konungur taldi sig eiga forkaupsrétt á. Sigurður virðist hafa náð
tangarhaldi á þessu góssi meðan hann var á Grænlandi í erindum
konungs en konungur kyrrsetti það af arfinum sem var í Holmedal
á Bryggjunni í Björgvin til að leggja áherslu á kröfur sínar. Varla er
hægt að skilja þetta öðruvísi en svo að Bárður Dies hafi verið
Grænlandskaupmaður og arfurinn sem um var að ræða hafi verið
einhverjar grænlenskar vörur sem konungur hafði ágirnd á.46
Svipað var uppi á teningnum nokkru síðar, árið 1389, í frægum
málaferlum gegn Birni Jórsalafara og öðrum Grænlandsförum
sem komu til Björgvinjar og voru sakaðir um ólöglega verslun.
43 D.N. VII, bls. 122-24.
44 Frode Fyllingsnes, Undergongen til dei norrene bygdene pd Gronland, bls. 81.
- Fræðimenn eru ekki sammála um hversu mikið fékkst fyrir þetta góss.
45 Norges gamle love indtil 1387II, bls. 471.
46 D.N. XV, bls. 27.