Skírnir - 01.04.2004, Page 80
74
GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON
SKÍRNIR
En Englandskonungar voru ekki þeir einu sem þáðu fálka að gjöf
frá Noregskonungi. Árið 1349 færði norskur sendimaður Filippusi
VI. Frakkakonungi fálka og þáði gjafir að launum51 og útrás Norð-
manna með munaðarvöru úr skattlöndunum var ekki aðeins bundin
við nágrannalöndin. Árið 1347 sendi Clemens páfi VI. Magnúsi
Noregskonungi bréf þar sem hann þakkar honum fyrir hvítan fálka
sem hann hafði sent páfa að gjöf. Noregskonungur var þó ekki að
senda páfa glaðning af tómri hjartagæsku, því með fálkanum fylgdi
beiðni um að mega selja fálka til landa múslima. Páfi varð góðfúslega
við þessari bón og veitti verslunarleyfi til fimm ára.52
Norskir kirkjuhöfðingjar notuðu einnig grænlenskan munað-
arvarning til að styrkja viðskiptasambönd sín. Árið 1338 sendi
Hákon biskup í Björgvin Ægidusi Correnbitter, borgara í Brúgge,
ýmsar gjafir, þar á meðal sjö rostungstennur og hvítabjarnarfeld.53
En jafnvel þótt erlendir kaupmenn næðu að klófesta það sem
eftir var af munaðarvarningi frá Atlantshafseyjunum á markaðin-
um í Björgvin þegar konungur var búinn að fá sitt, var ekki þar
með sagt að dýrgripirnir færu á almennan markað þegar kaup-
menn komu til heimahafnar. Kaupmennirnir þurftu stundum að
nota góssið frá eyjunum í Norður-Atlantshafi til að tryggja sér til-
skilin leyfi til verslunar. Árið 1180 fær til dæmis maður nokkur í
Norfolk leyfi hjá enskum yfirvöldum til að selja korn til Noregs
en skuldar fyrir það tvo íslenska geirfálka,54 og árið 1231 fá fóget-
arnir í Yarmouth, Lynn, Ipswich, Boston og Grimsby skipun um
að kyrrsetja alla fugla (fálka og hauka) sem komi frá Noregi og
öðrum löndum þar til fálkameistari konungs, Hinrik de Hauville,
geti valið úr þeim.55
51 Sama rit, bls. 685.
52 D.N. VI, bls. 212. - John Bernström, „Falkar", dálkur 147.
53 D.N. X, bls. 33.
54 D.N. XIX, bls. 66. - Nokkrar heimildir eru til um að menn skuldi Englands-
konungi fálka. Til dæmis skuldar maður Hamelinus Decanus konungi norskan
hauk og íslenskan geirfálka. Ekki er þess getið hvernig þessi skuld er til komin
en hún gæti verið vegna verslunarleyfa við Noreg. Sama rit, bls. 57. - Sami
maður fær síðan leyfi til að flytja korn til Noregs árið 1177 gegn því að láta
konung hafa tvo íslenska geirfálka. Sama rit, bls. 66.
55 D.N. XIX, bls. 142—43.