Skírnir - 01.04.2004, Page 81
SKÍRNIR
GRÆNLAND OG UMHEIMURINN
75
Fálkakaupmenn frá ýmsum löndum komu til Noregs til að
kaupa fálka, oftar en ekki fyrir evrópska höfðingja. Árið 1163
sendi Hinrik II. Englandskonungur skip til Noregs að kaupa
fálka,56 1 276 sendi Játvarður I. tvo menn til Noregs að kaupa
fálka57 og fáum árum seinna, 1279 og 1280, sendi Magnús kon-
ungur Játvarði fálka, í seinna skiptið tvo hvíta fálka og sex gráa.58
Árið 1337 skrifar Hákon biskup í Björgvin Magnúsi konungi
bréf vegna skosks sveins sem konungur virðist hafa leyft að
kaupa fálka en biskup segir að engir séu til, hvorki hvítir né grá-
ir.59 Fjórum árum síðar er fálkaverslun enn á dagskrá í bréfa-
skiptum biskups og konungs. Þá er það Raymond nokkur de
Lamen sem á í vandræðum því að hann hefur aðeins náð í tvo
fálka en þarf 30.60
Það var ekki tekið út með sældinni að vera í fálkabransanum.
Fálkar voru vandmeðfarinn varningur, lítið mátti út af bera og ef
óhöpp urðu var tapið mikið. Árið 1282 skrifar Játvarður Eng-
landskonungur Alfonsi konungi af Kastalíu bréf og sendir honum
fjóra gráa geirfálka. Hann segist líka hafa sent menn til Noregs til
að verða sér úti um hvíta geirfálka en hann hafi nýlega misst níu
slíka og því sendi hann ekki neina núna.61 Ef til vill hafa hvítu
fálkarnir sem konungur fékk 1280 horfið yfir á veiðilendurnar
miklu í þessum hremmingum.
Síðustu fréttir sem við höfum af verslun með Grænlandsfálka
eru frá 1396 en þá leysir Búrgundarhertogi son sinn úr haldi músl-
ima og greiðir 12 grænlandsfálka í lausnargjald.62 Hver veit nema
þessir fálkar hafi verið fluttir til Noregs með skipinu sem kom út
1389 og málaferlin urðu út af sem áður var getið.
56 D.N. XIX, bls. 52.
57 D.N. XIX, bls. 190-91.
58 D.N. XIX, bls. 195 og 199-200.
59 D.N. VIII, bls. 116-17.
60 D.N. VIII, bls. 148—49.
61 D.N. XIX, bls. 213. Ekki er ótrúlegt að þetta séu sömu menn og hann sendi til
fálkakaupa árið 1276, sjá hér að framan.
62 Kirsten Seaver, Tbe Frozen Echo, bls. 83.