Skírnir - 01.04.2004, Page 91
SKÍRNIR
RÉTTLÆTI Á EFTIR RAWLS
85
inga og stjórnmálafrömuða, einkum meðal hægrisinnaðra
repúblikana í Bandaríkjunum, og hún ber einnig ýmsar menjar
meðal minni heimspekispámanna. En arftakaleysið gæti ég trúað
að skýrðist að ýmsu leyti af því að frjálshyggjumenn biðu lengi
godotískri bið eftir því að Nozick skrifaði undirstöðurit sitt til
fræðilegrar bjargfestu Stjórnleysis, ríkisvalds og draumalands,
eins og hann hafði lofað á sínum tíma, og áttu bágt með að sætta
sig við að hann skyldi smám saman fráfælast fyrri kenningar í
stjórnmálaheimspeki eða, í það minnsta, glutra að mestu niður
þokka sínum á þeim eins og raunin varð. Oðru máli gegnir um
Rawls: Um réttlætishugmyndir hans úr Kenningu um réttlæti er
enn deilt sárbeittu kappi,7 einkum þá hluta hennar sem kenna má
við jafnaðarhugmynd um skiptingu lífsgæða; og sumir telja að
hún hafi markað óafmáanleg spor í hagnýta hugmyndafræði
bandarískra demókrata, ef ekki frjálslyndra jafnaðarmanna um
allan heim. En hin fræðilega rawlsíska umræða um samband rétt-
lætis og jafnaðar hefur engu að síður smám saman orðið innlyksa
í litlum hópi heimspekinga; hún er ekki lengur sá gunnfáni um-
ræðunnar sem áður var.8 Svo kynlega vill til að það sem langlífast
ætlar að verða úr smiðju Rawls eru ekki rökvopnin sjálf heldur
aðferðin sem hann beitti til að smíða þau: aðferð hins ígrundaða
jafnvxgis („reflective equilibrium") milli almennra kenninga og
einstakra, yfirvegaðra skoðana. Flestir heimspekingar nota þá
aðferð enn sem þreifihorn að hugmyndum sínum um skilgrein-
ingar hugtaka eða kosti efnislegra tillagna í stjórnmálaheimspeki
og siðfræði, þó að þeir beri að öðru leyti lítinn hug til speki
Rawls.9
7 Á íslandi hafa heimspekingarnir Sigríður Þorgeirsdóttir og Vilhjálmur Árnason
m.a. bergmálað sumar af hugmyndum Rawls. Margumdeild ritgerð Vilhjálms
(1997b) er t.d. mjög innblásin af anda Rawls.
8 Hurley (2003) dregur skilmerkilega saman kjarnann í þessari umræðuhefð heim-
spekinga á borð við G. A. Cohen, R. Arneson og J. E. Roemer og gagnrýnir af
mikilli skarpskyggni. Sjá ritdóm minn um bók Hurley (2004c).
9 Sjá umræðu um þessa aðferðafræði hjá Norman (1993-4) og mér í (2002b), bls.
158-159. Aðferðafræðin er þó ekki öldungis frumleg smíð Rawls; greina má
merki hennar í umfjöllun Aristótelesar um siðferðileg hugtök og það mun hafa
verið Nelson Goodman sem fyrstur gaf henni nafn og notaði á skipulegan hátt.