Skírnir - 01.04.2004, Side 93
SKÍRNIR
RÉTTLÆTI Á EFTIR RAWLS
87
því sambandi hefur meðal annars skyggt á hlut Rawls að endur-
teknar reynslurannsóknir beggja vegna Atlantsála hafa ekki leitt í
ljós neitt almennt fylgi við þá túlkun „fjalldalareglu" hans að ójöfn-
uður, til dæmis í tekjum, sé þá og því aðeins réttlætanlegur að hann
sé hinum lakast settu til hagsbóta. Mikill meirihluti fólks virðist,
þvert á móti, þeirrar skoðunar að auður skuli dreifast þannig í sam-
félaginu að stuðli að sem mestri heildarhamingju innan þess, þó
þannig að hinum tekjuminnstu sé tryggt ákveðið öryggisnet (þ.e.
það sem kallað er á hagfræðimáli „nytjastefna með gólfi“).13
Ekki bætir svo, að lokum, úr skák að allur þorri fólks stendur
fast á því að verðskuldun skipti máli við mat á réttlæti,14 en sú
skoðun var Rawls mikill þyrnir í augum, eins og vikið verður að
innan tíðar.
Ef hægt er að tala um eitt líkan eða eina vinnutilgátu sem nú sé
ríkjandi við rannsóknir á réttlæti þá er það hin gamla hugmynd
Joels Feinberg að kröfur um réttlæti séu settar saman úr tveimur
eðlisólíkum þáttum: annars vegar kröfum um réttindi, sem séu
venju-, laga- og/eða stofnanabundnar, en hins vegar kröfum um
verðskuldun, um að fólk fái það sem það á skilið, sem séu náttúru-
legar og frumlægari en nokkrar félagslegar stofnanir.15 Þessi
vinnutilgáta er þó ekki réttlætiskenning: Hún svarar því ekki
hvorar kröfurnar skuli vega þyngra við tilteknar aðstæður þegar
um árekstra er að ræða - til dæmis hvort réttlátt sé í heild að ill-
menni vinni kosningar ef því hefur tekist að draga nógu marga til
fylgilags við sig til að fá réttmætan meirihluta atkvæða - heldur
skilgreinir hún einfaldlega þá þætti sem taka þarf tillit til þegar mat
er lagt á réttlætið. Þar skiptir hins vegar mestu að verðskuldunin
hefur aftur risið úr öskustónni sem annar aðalþáttur réttlætis -
vonum seinna, myndu margir segja - það er þríhliða venslin
„verðskuldun" sem hæfilegt samband milli (1) persónu, (2) tiltek-
fallacy"): að lýsing á uppruna eða sögu hugmyndar nægi aldrei, ein og sér, sem
siðferðileg réttlæting hugmyndarinnar.
13 Sjá Frolich og Oppenheimer (1992) og nánari umfjöllun mína í (2003d).
14 Sjá t.d. Miller (1999) og Feather (1999).
15 Feinberg (1970). Þessi vinnutilgáta kemur við sögu og er útfærð á ólíkan hátt í
öllum þremur greinunum sem ég hef áður skrifað á íslensku um réttlætið:
(2003d), (2003f) og (2004b).