Skírnir - 01.04.2004, Page 95
SKÍRNIR
RÉTTLÆTI Á EFTIR RAWLS
89
sem dýpt og að við komumst ekki af án einhvers konar reyndar-
eðlishyggju um sameiginlega mannkosti allra jarðarbúa.21
(c) Hugmyndin um ólíka verðskuldun einstaklinga stangast á
við djúprætta hugmynd um jöfnuð allra einstaklinga sem mark-
miða í sjálfum sér (og, fyrir trúaða, sem Guðs barna). Enn ein af-
leiðingin af veraldarhyggju nútímans er að tortryggja þessa for-
sendu og viðurkenna ólíkt siðlegt gildi einstaklinga, eftir því
hvernig þeir hafi sjálfir spilað siðferðilega úr þeim spilum sem
þeim voru gefin, án þess þó að hafna jafngildi þeirra og jafnrétti í
ýmsum öðrum skilningi.22
Með viðreisn verðskuldunarinnar í umræðunni um réttlæti á
síðasta áratug eða svo mætti virðast sem heldur betur hafi hlaupið
á snærið hjá Þorsteini Gylfasyni, þar sem megintilgangur ritgerð-
ar hans - og kjarni verðleikatilgátunnar sem hann kynnti - var að
verja þá fornu hugmynd að réttlæti væri „það sem manni ber, það
sem hann á skilið".23 Samkvæmt þeirri tilgátu hans er réttlæti fólg-
ið í því að fólk njóti sannmælis um verðleika sína, enda séu þeir
sannleikurinn um það: „um margvíslega hæfileika og kunnáttu,
um dygðir þess og skapsmuni, um kænsku og hlýju“.24 Ég er að
vísu á því að verðleikatilgáta Þorsteins sé víðari en verðskuldunar-
hugmynd nútímans; hann sé fremur að tala um verðleika sem
„merit" í enskri merkingu en verðskuldun sem „desert" eða, eins
og félagsvísindamenn kjósa fremur að kalla það, „deservingness“.
Þetta ræð ég meðal annars af því að Þorsteinn tekur fríðleik sem
dæmi um verðleika manns,25 en fræg er sú skoðun Aristótelesar að
fólk beri einmitt ekki ábyrgð á fríðleik eða ljótleik sínum nema
21 Sjá t.d. Nussbaum (1992). Ég ræði og ver reyndar eðlishyggju um sameiginleg
lífsgæði í greininni „Þjóðsögurnar og manneðlið" í (2002b). Svokallaðir „sam-
félagssinnar" gagnrýna m.a. skilning frjálslyndisstefnunnar á mannlegu sjálfi;
sjá t.d. Sandel (1982).
22 Þetta reyndi ég að útskýra í 4. hluta eldri Skírnisgreinar (1998). Sjá einnig um-
fjöllun mína um svokallaðar neikvæðar geðshræringar í (2003e). Flest þau rök
og mótrök sem ég hef hér stuttlega dregið saman í liði a)-c) eru ítarlegar rakin
og rædd hjá Jóni Á. Kalmanssyni (1995).
23 Þorsteinn Gylfason (1984), bls. 159.
24 Sama rit, bls. 216.
25 Sama rit, bls. 211.