Skírnir - 01.04.2004, Page 97
SKÍRNIR
RÉTTLÆTI Á EFTIR RAWLS
91
Rawls, enda tortryggð jafnt af hægri mönnum, sem fellur illa við
femínisma hennar og jafnaðarmennsku að Norðurlandahætti, og
fólki af vinstri kanti stjórnmálanna, sem ýfist gegn eðlishyggju
hennar og alþjóðafemínisma (sem póstfemínistar hafa sérstakan
ímugust á) og er þar að auki forviða á að hún skuli rökstyðja
pólitískar jafnaðarhugmyndir sínar með vísunum í úrvals-
hyggjumanninn Aristóteles. í öðru lagi hefur orðið nokkur upp-
stytta á réttlætisumræðunni sem meginúrfelli allrar stjórnmála-
heimspeki, eins og hún var á dögum Nozicks og Rawls. í stað-
inn steypast yfir okkur greinar og bækur, á köflum útúrboruleg-
ar og miður andgæfar, um félagslega sjálfsemd, þjóðernisvitund
og fjölhyggju. Hugsjónahrun aldahvarfanna hefur þannig lagt
dauða hönd á umræður um ýmis kjarnamál tilverunnar, eins og
réttlætið vissulega er.31 I þriðja lagi ber að minna á þá staðreynd,
sem áður var getið, að ekki er lengur unnt að fylgja neinni einni
umræðuhefð um réttlætið sem Réttlætisumræðunni (með stór-
um staf); að þessu leyti stend ég augljóslega lakar að vígi en Þor-
steinn á sínum tíma.
Allt eru þetta ástæður fyrir þeim kosti sem ég tek upp í fram-
haldinu en hann er sá að fylgja einum tilteknum þræði umræðunn-
ar: rekja hann og reyna að vefa úr honum örlítið klæði. Þráður
þessi tengist verðskulduninni sem áður var nefnd. Ég er ekki á
þeirri skoðun að verðskuldun sé eini þáttur réttlætis, né endilega
sá mikilvægasti (fremur en réttlætið er endilega mikilvægasti þátt-
ur siðlega réttra ákvarðana32). En ég hygg að við getum margt lært
af umfjöllun síðustu ára um eðli verðskuldunar og tengsl þess við
tilfinningalíf okkar - og jafnvel, ef vel tekst til, spunnið þann þráð
örlítið áfram.
31 Rawls dró að vísu síðar í land - mörgum fylgismönnum sínum jafnt sem and-
stæðingum til mikillar armæðu - með þann skilning að hann hafi aetlað að setja
saman réttlætiskenningu sem höfðaði til alls skyni borins fólks, ekki bara þess
sem alið er upp í vestrænni lýðræðishefð. Sjá Rawls (1993) og gagnrýna um-
fjöllun mína í (2002b), bls. 258-261.
32 Sjá gagnrýni mína á forræðishugmyndina um réttlæti sem sjálfsagða höfuðdygð
í (2003d).