Skírnir - 01.04.2004, Page 98
92
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
II. Tilfinningavæðing réttlœtisins
Lítið bólar í stjórnmálaheimspeki samtíðarinnar á emmætiskenn-
ingum um verðskuldun, það er kenningum sem gera ráð fyrir
verðskuldun sem eina réttlætisþættinum. En að sama skapi hefur
syrt í álinn fyrir vanmætiskennmgum um verðskuldun í anda
Nozicks og Rawls, eins og að framan getur, það er kenningum
sem neita yfirhöfuð að viðurkenna verðskuldun sem réttlætisþátt.
Réttlætiskenningar dagsins í dag eru nú alla jafna annaðhvort lág-
eða hámcetiskenningar um verðskuldun: kenningar sem kannast
við verðskuldun sem réttlætisþátt, til hliðar við stofnanabundin
réttindi í anda fyrrnefndrar vinnutilgátu Feinbergs, en greinir á
um hvort lítið eða mikið þurfi til að slík réttindi „trompi“ verð-
skuldunina.33
Ymsir álíta að hin nýtilkomna upprisa verðskuldunar skapi
fleiri vandamál en hún leysi. Ekki einasta sé torvelt að bera saman
verðskuldun og stofnanabundin réttindi til að skera úr um hvor
vegi þyngra á endanum sem „hin réttláta niðurstaða", verðskuld-
unin sjálf riði til falls þegar skilgreina þurfi verðskuldunargrunn-
inn eða -grunnana: ástæður þess að einstaklingur sé talinn verð-
skulda einhverja tiltekna útkomu. Skoðun múgamannsins virðist
sú að verðskuldunargrunnurinn sé aðeins einn, siðferðisdygð við-
komandi persónu, og verðskuldun varði þannig hæfilegt jafnvægi
annars vegar milli tiltekinnar útkomu og hins vegar tiltekinna eig-
inleika eða athafna einstaklings sem metin eru að verðleikum
vegna siðræns gildis síns;34 en sú skoðun kemur máli mínu nú ekki
33 Sjá t.d. Sadurski (1985), Sher (1987), Cupit (1996), Miller (1999) og ekki síst
ýmsa þekkta höfunda í nýútkomnu safnriti sem Olsaretti ritstýrir (2003). Hér
á landi má ekki gleyma ágætri Skírnisgrein Jóns Á. Kalmanssonar (1995) til
varnar verðskuldun (eða því sem hann kallar ,,verðleika“). Feinberg virðist í
hinni upphaflegu grein sinni (1970) aðhyllast lágmætiskenningu: um að tiltölu-
lega léttvæg réttindi þurfi til að yfirgnæfa verðskuldunina við heildarmat rétt-
lætis; sama gildir um Miller. Sú er hins vegar ekki skoðun ýmissa annarra höf-
unda sem hér eru nefndir, t.d. Sadurski, þó að allir kannist við að verðskuldun
sé í eðli sínu (mögulega) yfirgnæfanleg sem réttlætisþáttur.
34 Þessi hversdagslega hugmynd um einn verðskuldunargrunn er „guðdómleg"
(„kosmísk"), eins og það er stundum orðað, þ.e. leggur ekki endilega skyldu til
íhlutunar á hendur neinum dauðlegum manni; sjá nánar í grein minni (2004b).