Skírnir - 01.04.2004, Síða 99
SKÍRNIR
RÉTTLÆTI Á EFTIR RAWLS
93
beinlínis við.35 Hyggjum fremur að hinu að sú hugmynd að verð-
skuldun hafi eitthvert vægi, stórt eða smátt, við mat á réttlæti er
einatt meir en (a) hugmynd um merkingu hugtaksins réttlæti. Hún
felur venjulega einnig í sér (b) sálfræðilega kenningu um uppruna,
þroska og eðli réttlætiskenndar fólks og (c) þá sannfæringu að (b)
skipti máli fyrir (a). Samkvæmt (b) þá er réttlæti ekki einungis, og
jafnvel ekki að stærstum hluta, hrein skynsemisdygð, reist á há-
leitum, sértækum skoðunum, heldur fremur tilfinningadygð,
byggð á tilteknum viðhorfum og löngunum sem eru knýjandi og
djúpt ofnar í mannlegt eðli.
Sem flókin tilfinningadygð virðist réttlætið meðal annars fela í
sér ákveðnar verðskuldunartilfinningar36 er skipta miklu máli að
minnsta kosti fyrir þroska réttlætiskenndar, ef ekki siðlegt gildi
hennar.37 Við skulum ekki kokgleypa strax þá ályktun að réttlæt-
ið þarfnist nauðsynlega slíkra tilfinninga. Eins og aðrar tilfinning-
ar þurfa þær að standast tvöfalt réttmætispróf: Þær þurfa í senn að
vera rökvísar og siðlega viðeigandi til þess að geta talist réttlætan-
legar í heild.38 Vitaskuld væri freistandi að álykta, í ljósi þess að
réttlætið sjálft er almennt viðurkennt sem siðferðisdygð, og að svo
margir skuli nú kannast við verðskuldun sem nauðsynlegan þátt
þess, að þessar fyrrnefndu tilfinningar muni við ýmsar aðstæður
mannlífsins fljúga í gegnum slíkt réttmætispróf; þær séu rétt-
nefndar tilfinningadýgdiV. En flas er ekki til fagnaðar; og ég mun
35 Ég er hallari undir þessa skoðun en flestir aðrir heimspekingar, sjá sama rit þar
sem rökstutt er að aðrir meintir verðskuldunargrunnar séu smættanlegir í
þennan eina eða komi verðskuldun ella ekkert við, heldur t.d. stofnanabundn-
um réttindum í dularklæðum. Ég vitna þar m.a. í reynslurök um skoðanir al-
mennings.
36 Þær verðskuldunartilfinningar sem ræddar eru í þessari ritgerð eru allar af þeirri
tegund sem heimspekingar kalla gedshrœringar („emotions"), þ.e. tilfinningar
sem byggjast á viljatengdum viðhorfum - eru íbyggnar („intentional") og hafa
yrðanlegt inntak („propositional content“) - til aðgreiningar frá einberum
kenndum (,,feels“), svo sem tannpínu eða magakveisu; sjá nánar í 3. hluta
Skírnisgreinar minnar um geðshræringar (1994). Ég fylgi þó almennri málvenju
að þessu sinni og tala einfaldlega um þessar geðshræringar sem tilfinningar
(sem þær vissulega eru!).
37 Um þroskaferilinn má fræðast ögn í grein minni (2003d).
38 Um siðlegt mat geðshræringa almennt, sjá Skírnisgrein mína (1994), 5. hluta.