Skírnir - 01.04.2004, Side 101
SKÍRNIR
RÉTTLÆTI Á EFTIR RAWLS
95
og einmitt þess vegna, getum við kennt börnum þær, náð stjórn á
þeim hjá sjálfum okkur og stýrt þeim í farsælli farvegi en þær leita
einatt í - samanber allt hjal samtímans um „tilfinningagreind" sem
er jafnskynsamlegt og það kann að þykja orðið leiðigjarnt. Kenni-
menn villtust gegnum aldirnar (í anda Platóns en í trássi við
Aristóteles og Stóumenn) á tilfinningum og meintum gufukennd-
um geðsmunum sem smugu í gegnum vitsmunavélar hugans án
viðstöðu eða mögulegrar ígrundunar. Kennimennirnir skildu ein-
faldlega ekki hvað geðshræring merkti eða hvernig hún tengdist
vitsmunalífinu. Þessi misskilningur litaði meðal annars lengi vel,
að dómi Solomons, skilning okkar á merkingu réttlætis: Við héld-
um að réttlæti hlyti að merkja háfleyga, rökbrynjaða, sókratíska
hugsjón, en áttuðum okkur ekki á að fyrsta birtingarmynd þess er
„ákall nokkurra frumtilfinninga“, sumra samúðarríkra, svo sem
hluttekningar, annarra andúðarfullra, svo sem öfundar: tilfinninga
sem eru nauðsynleg forsenda þess að eitthvað sem heitir réttlæti
eða réttlætiskennd geti orðið til.40
Þessi merkingarrök gefa svo sálrtsnum ástæðum Solomons
gildi: Fyrir honum er það einfaldlega sálræn staðreynd um mann-
legan þroska að réttlætiskenndin spretti upphaflega upp úr jarð-
vegi tilfinninga og að sá jarðvegur sé hinn eini er geri okkur kleift
að gróðursetja í, með tíð og tíma, háleitar kenningar um réttlæt-
ið.41 Allar rannsóknir í þroskasálfræði sýna að fyrstu merkin um
réttlætiskennd hjá barni birtast þegar það fer að bera skyn á að það
eða þess nánustu hafi ekki átt þessa eða hina meðferðina (eða út-
hlutun lífsgæða) skilda. Ekki er því að heilsa að þessar verðskuld-
unartilfinningar þverri smám saman í uppvextinum og eitthvað
annað taki við; þvert á móti holdgast þær og fágast en haldast samt
í grundvallaratriðum hinar sömu og hjá barninu. Þær eru því í
raun aldrei barnalegar, aðeins misbarnslegar.42 Sá sem skilur rétt-
lætið ekki öðrum skilningi en hinum formlega og rökvísa, svipt-
um öllum tilfinningum, skilur ekki mannlega tilveru, skilur ekki
40 Solomon (1995), einkum bls. 31 og 200.
41 Sama rit, bls. 30.
42 Ágætt yfirlit um þroskasálfræðikenningarnar sem Solomon vitnar réttilega í má
finna hjá Charlesworth (1992), sjá t.d. bls. 261 og 273.