Skírnir - 01.04.2004, Page 105
SKÍRNIR
RÉTTLÆTI Á EFTIR RAWLS
99
En sé þetta Akkilesarhæll frjálslyndisstefnunnar væri henni þá
ekki sæmst að innbyrða eitthvað af þessum viðhorfum? Ekki hafa
talsmenn hennar engst svo mjög af ótta við að áhersla þeirra á
sjálfsstjórn einstaklingsins sem „þykka“ siðferðisdygð græfi und-
an fjölhyggjunni um gæði sem stefnan gyllir; hví ætti verðskuld-
unin þá að verða henni að slíku fjörtjóni?51 Þetta er þó ekki tillaga
Schefflers; til þess er hann of rótgróinn frjálslyndissinni. Það sem
hann bendir einfaldlega á, í hófsemi sinni, er að afneitun frjáls-
lyndisstefnunnar á verðskuldun - eða útþynning hennar á verð-
skuldunarhugtakinu í stofnanabundið réttindahugtak - hvíli á
rýrri hugmynd um ábyrgð einstaklinga á gjörðum sínum sem
stangist gjörsamlega á við „viðbragðaviðhorf“ almennings til eig-
in gjörða og annarra, viðhorf á borð við sektarkennd, skömm,
réttláta reiði og svo framvegis, sem séu viðbrögð við mati fólks á
hinum meinta vilja að baki gjörðunum. Hvað sem allri frjálslynd-
isstefnu líður þá trúir fólk því upp til hópa að einstaklingar beri
stranga ábyrgð á eigin skaphöfn og gjörðum: að þeir sem sái vindi
eigi - burtséð frá öllum stofnunum og kerfum - að uppskera
storm en hinir góðu að þiggja verðug verkalaun. Hvernig í ósköp-
unum getur það gerst í Bandaríkjunum, spyr Scheffler, þar sem
nær hver einasti heldri stjórnmálaheimspekingur aðhyllist og boð-
ar frjálslyndisstefnu, að hægri sinnuð íhaldsstefna skuli njóta svo
mikils fylgis í almennum kosningum? Er það ef til vill vegna
tregðu frjálslyndissinna til að semja sig að hinni djúprættu sann-
færingu almennings um einstaklingsbundna ábyrgð og verðskuld-
un?
Hér er að mörgu að hyggja; eitt er að Scheffler ber út af fyrir
sig ekki brigður á að hin rýra ábyrgðarkenning frjálslyndisstefn-
unnar sé rétt. Hann skýrir einfaldlega hvernig hún hafi í reynd leitt
frjálslyndisstefnuna, sem hagnýta stjórnmálastefnu - burtséð frá
gildi hennar sem fræðilegrar heimspekikenningar - út í pólitíska
eyðimörk. Hann orðar það ekki svo að almenningur í Bandaríkj-
unum sé orðinn dauðþreyttur á fórnarlambssamfélagi þar sem
hver kenni öðrum, en helst einhverjum ópersónulegum öflum, um
51 Sjá t.d. ábendingu Shers (1987), bls. 208-209.