Skírnir - 01.04.2004, Page 111
SKÍRNIR
RÉTTLÆTI Á EFTIR RAWLS
105
samúð (og það er í raun gott samheiti tilfinninganna tveggja), en
smám saman greinist samúðin eftir því hvort persónan sem dóm-
inn fellir telur að ólánið sé sök viðkomandi (þá kemur til skjalanna
meðaumkun sem felur í sér ákveðna niðrun þolandans) eða ekki
(þá breytist hún í grómlausari hluttekningu). Mörg inngangsrit í
sálfræði rugla samkennd (,,empathy“) saman við samúð („sympa-
thy“), eða jafnvel aðra hvora þróunarmynd hennar, en það er vill-
andi þar sem samkennd er í sjálfu sér ekki tilfinning heldur sál-
rænn hæfileiki til að setja sig í spor annars aðila og skilja tilfinn-
ingar hans. Að vísu er rétt að samkennd er sálræn forsenda sam-
úðarkenndar hjá barni, og þannig í vissum skilningi sálræn for-
senda alls siðaskyns, en hún er líka forsenda meinfýsi, því að hinn
meinfýsi verður að geta sett sig í spor þolandans - samsamað sig
líðan hans - til að geta notið ánægjunnar yfir óverðskulduðu óláni
hans, og því er samkennd í sjálfu sér siðferðilega hlutlaus hæfileiki.
Val mitt á þessum fjórum (skyggðu) tilfinningum, sem velta á
viðhorfum okkar til lífsláns annarra, sem dæmigerðum verðskuld-
unartilfinningum gagnvart öðru fólki helgast af tvennu: I fyrra lagi
eru þær röklega ósjálfmiðaðar; staða mín gagnvart aðilanum sem
ég met lífslánið hjá skiptir ekki röklegu máli: Eg get til að mynda
fyllst jafnréttlátri reiði gagnvart óverðskulduðu lífsláni Björns
hver sem félagsleg staða mín sjálfs er gagnvart honum (þó að það
sé ugglaust sálfræðilega rétt að sú staða kunni að ráða miklu um
hvort, hve oft og í hve ríkum mæli ég finn til viðkomandi tilfinn-
ingar). I síðara lagi eru þessar verðskuldunartilfinningar „hrein-
ræktaðar“ í þeim skilningi að þær velta ekki stundum á verðskuld-
un og stundum ekki, né eru þær nauðsynlega blendnar öðrum til-
finningum. Engin önnur dæmi sem tíðum eru tekin um verð-
skuldunartilfinningar eru jafnhreinræktuð, að mínum dómi: Reiði
snýst til að mynda oftast um að einhver hafi beitt mig (eða ein-
hvern nákominn mér) rangindum, og reiði getur allt eins oltið á
réttindabroti og verðskuldunarbroti, til dæmis því að einhver hafi
haft rangt við í kappleik (hvort sem hann átti skilið eða ekki að
vinna leikinn). Öfund er oft bundin verðskuldun (þegar hún teng-
ist réttlátri reiði og leiðir af sér „réttláta öfund“), en hún getur líka
bundist reiði („reiðigjörn öfund") eða skotið upp kolli án nokk-