Skírnir - 01.04.2004, Page 114
108
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
Sálfræðingar hafa ekki verið eins feimnir við alls kyns flokkan-
ir tilfinninga sem beinast að manni sjálfum og heimspekingar.
Megnið af tillögum þeirra hefur verið reist á þekktu kennilíkani
um viðhald eigin sjálfsmyndar („self-evaluation maintenance
model“) sem gerir ráð fyrir tvenns konar ólíkum ferlum, íhugun
og samanburði, þar sem hið fyrra snýst um að baða sig í ljósi ár-
angurs annars aðila á sviði sem maður sjálfur stendur utan við, en
hið síðara um að glúpna af samanburði við (yfirburða-) árangur
aðila á manns eigin sviði.66 Þessi tvískipting sálfræðinganna - ann-
ars vegar íhugun en hins vegar samanburður - sker nokkuð í augu
þar sem flestir þeirra hallast að því að allar tilfinningarnar sem um
ræðir feli í sér „einhvers konar samanburð milli manns sjálfs og
annarrar persónu".67 Látum það gott heita í bili, en hyggjum
fremur að hinu að allar verðskuldunartilfinningar sem til eru,
hvort sem þær beinast að sjálfum manni eða öðrum, hljóta að
minnsta kosti að fela í sér samanburð í einum afar hversdagslegum
skilningi þess orðs, samanburð við eitthvert ímyndað meðaltal: þá
rás atburða og útkomu sem búast hefði mátt við undir venjulegum
kringumstæðum. Ella hefðu hugtökin lán og ólán enga merkingu.
Ég gæti til dæmis ekki fyllst réttlátri reiði vegna óverðskuldaðs
láns náunga míns nema ég teldi hann hafa notið einhvers umfram
það sem persóna í hans sporum hefði, að öðru jöfnu, getað vænst.
Við getum, til skilningsauka, kallað slíkan samanburð persónu og
ástands (hins hugsaða meðaltals) vægan samanburð. Mér virðist
sem sálfræðingum kunni hér að hafa yfirsést mikilvægur greinar-
munur: Við munum úr III. hluta að fólk getur metið lífslán ann-
arra á fullkomlega ósjálfmiðaðan hátt, það er án tillits til eigin
stöðu. Þetta er augljóslega útilokað í mati á lífsláni manns sjálfs:
Við hljótum alltaf að bera okkur saman við aðra persónu (sem að
vísu getur, í undantekningartilfellum, verið hugsjónamynd: pers-
ónan sem ég vildi vera68). Ef við köllum slíkan samanburð persóna
strangan samanburð þá getum við staðhæft að (einn) eðlismunur
þeirra tilfinninga sem tengjast lífsláni annarra og manns sjálfs sé sá
66 Sjá t.d. Tesser og Collins (1998); Smith (2000).
67 Smith (2000), bls. 175.
68 Slíkur samanburður er t.d. þekktur sem grundvöllur skammartilfinningar.