Skírnir - 01.04.2004, Page 115
SKÍRNIR
RÉTTLÆTI Á EFTIR RAWLS
109
að hinar fyrrnefndu feli ekki nauðsynlega í sér strangan saman-
burð en hinar síðarnefndu geri það.
Sálfræðingurinn Richard H. Smith hefur nýverið sett fram
metnaðarfullt flokkunarkerfi tilfinninga: tilfinninga sem hann
kennir við „félagslegan samanburð" en falla að mestu saman við
það sem ég hef hér kallað tilfinningar sem beinast að lífsláni ann-
arra eða manns sjálfs. Smith innleiðir ýmsar breytur: hvort borið
sé saman við aðila sem talinn er standa ofar manni eða neðar, hvort
samanburðurinn sé sársaukafullur eða sæll fyrir mann sjálfan og
fyrir hinn aðilann. Þá telur hann að hverri tilfinningu fylgi dæmi-
gert sjónarhorn (maður sjálfur; hinn aðilinn; báðir) og að tilfinn-
ingarnar greinist í tvo flokka eftir því hvort áhersla er á skyldleika
eða frábrigði. Allar þessar breytur leiða af sér mjög flókið flokk-
unarkerfi. Hér nægir okkur þó að hyggja að þeim fjórum tilfinn-
ingum sem Smith segir beinast að lífsláni manns sjálfs, en þær eru
bjartsýni, stolt, depurð/skömm og ótti/kvíði.69
Tvennt þykir mér athugavert við kerfi Smiths. Ég hef áður
bent á að tilfinningar sem beinast að lífsláni manns sjálfs feli í sér
strangan samanburð, í ofangreindum skilningi, og Smith gengur
raunar lengra en ég með því að gera ráð fyrir að allar tilfinningarn-
ar sem hann fjallar um séu nákvæmlega þessa eðlis. En ég sé ekki
að nein hinna fjögurra tilfinninga sem hann segir tengjast lífsláni
manns sjálfs fullnægi þessu skilyrði: Róbinsón Krúsó hefði getað
verið dapur eða bjartsýnn á eyðieynni sinni án samanburðar við
nokkra aðra persónu, raunverulega eða ímyndaða. Ég get óttast
kvíðakast að nóttu án samanburðar við kvíða nokkurs annars
manns. Smith má þó hér segja tvennt til málsbóta: Hið fyrra er
hann gefur stundum í skyn að tilfinningarnar sem hann talar um
séu ekki bjartsýni, stolt, depurð/skömm og ótti/kvíði eins og þær
leggja sig, heldur tiltekin dæmi um, eða undirflokkar, bjartsýni,
stolts og svo framvegis: það er að segja þessar tilfinningar í sér-
stöku félagslegu samhengi.70 í öðru lagi kann vel að vera rétt að
tilfinningar sem beinast að manni sjálfum séu, hver um sig, mun
69 Smith (2000).
70 Sjá t.d. sama rit, bls. 191. Hann orðar þetta þó hvergi mjög skýrt.