Skírnir - 01.04.2004, Síða 120
114
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
að ganga gegn því, af tvennu illu, í þágu almannaheillar, þá hélt
ekki ómerkari nytjastefnumaður en John Stuart Mill því fram, sem
frægt er, að svo vildi til í reynd í heiminum að fólk yrði aldrei
hamingjusamt nema réttlætinu almennt, og verðskulduninni sér-
staklega, væri léður heiðurssess.78 Ástæða þess að ég hef ekki lagt
mig eftir siðferðilegri réttlætingu verðskuldunarinnar er miklu
óbrotnari: sú að þessari ritgerð var ætlað að skýra og efla eina til-
tekna umræðuhefð um réttlætið í samtímanum - hefð sem tvinn-
ar saman stjórnmálaheimspeki og sálfræði á einkar áhugaverðan
hátt í kringum hugtakið verðskuldun - en réttlætingarrökræðan
verður að bíða betri tíma og annarrar ritgerðar.
Ég get þó ekki stillt mig um að nefna hvers kyns réttlætingar
mætti ætlast til af höfundi sem færðist slíkt í fang. Ég hef einbeitt
mér að verðskuldunartilfinningum, sem sálrænum grunni verð-
skuldunar, og réttlæting verðskuldunar sem siðferðisgildis yrði
því að byggjast á réttlætingu tilfinninga. Slíkt hefði hljómað afar
ankannalega ekki alls fyrir löngu - við réttlætum ekki tilfinningu
fremur en garnagaul; við getum í besta falli skýrt hana eins og það,
hefði þá verið viðkvæðið - en nú er öldin önnur sem kunnugt er:
Annar hver maður hefur bók um tilfinningagreind á náttborðinu
hjá sér og í skyldugreininni lífsleikni í íslenskum skólum (sem er,
sem betur fer, lítið annað en dulbúin siðfræði) fer mikið fyrir um-
ræðu um siðlega réttar og rangar tilfinningar.79
Mér virðist Aristóteles gera ráð fyrir þrenns konar ólíkum teg-
undum réttlætinga á tilfinningum, eftir eðli þeirra, í umræðu sinni
um hinar ólíku tilfinningar í Mælskufræðinm og Siðfræði Níko-
makkosar. í fyrsta lagi er réttlæting hreinna tilfinningadygða, það er
tilfinninga sem sjálfar geta verið dygðugar, og byggist á að til þeirra
sé fundið í réttum mæli, gagnvart réttu fólki, við réttar aðstæður.
Dæmi um slíka dygð væri hluttekning. í öðru lagi er réttlæting
hneigða okkar til að stjórna eða tempra tilfinningar: hneigða sem
sjálfar eru ekki tilfinningar. Sígilt dæmi þar um væri hugrekki (sem
78 Mill (1998), 5. kafli.
79 Sjá grein mína „Lífsleikni í skólum" í (2002b) og að sjálfsögðu umræðuna um
vitsmunakenningar um tilfinningar sem öll „siðvæðing" þeirra byggist á í
(1994).