Skírnir - 01.04.2004, Side 121
SKÍRNIR
RÉTTLÆTI Á EFTIR RAWLS
115
temprar tilfinninguna ótta). í þriðja lagi væri svo réttlæting flók-
inna tilfinningahneigða sem birst geta sem sjálfstæðar tilfinningar
eða framkallað aðrar, sérgreindari, tilfinningar við viðeigandi að-
stæður. Stolt væri gott dæmi um það; stolt getur verið sjálfstæð til-
finning (siðlega réttmæt eða ekki eftir aðstæðum), en stolt knýr
líka á um aðrar tilfinningar þegar svo ber undir, til dæmis skömm.
Sé verðskuldunarkennd - nemesis - Aristótelesar dygð þá er hún
það bersýnilega í þessum þriðja og síðasta skilningi, það er flókin
tilfinningahneigð sem á sér sjálfstæða sálræna tilvist en er venju-
lega ekki öll þar sem hún er séð, heldur birtist oftar í einhverju
undirgervi sínu, til dæmis sem ein af þeim átta verðskuldunartil-
finningum gagnvart lífsláni annarra og manns sjálfs sem ég kynnti
til sögu í III. og IV. hluta ritgerðarinnar. Þær einstöku tilfinningar
þægju þannig siðlegt gildi sitt frá yfirtilfinningunni - yfirdygð-
inni; það væri hún sem þyrfti að réttlæta.80
Þar með sjáum við best hver endaskipti hafa orðið á réttlæt-
isumræðunni frá þeim öldukambsdögum Rawls og Nozicks sem
Þorsteinn gerði svo góð skil fyrir tuttugu árum: Verðskuldunin,
sem skreið þá með skörum, er nú í óða önn að krafla sig upp að
háborðinu: háborði sem ekki er lengur setur formlegrar skynsemi
heldur þess ósundurgreinanlega tvíeðlis vitsmuna og geðsmuna
sem gerir manninn mennskan.81
Heimildaskrá
Aristóteles (1995) Siðfrœði Níkomakkosar, þýð. Svavar Hrafn Svavarsson, Reykja-
vík: Hið íslenska bókmenntafélag.
Boler, M. (1999) Feeling Power: Emotions and Education, New York: Routledge.
Charlesworth, W. R. (1992) „The Child’s Development of the Sense of Justice:
Moral Development, Resources, and Emotions", í R. D. Masters og M. Grut-
er (ritstj.), The Sense of Justice: BiologicalFoundations of the Law, Lundúnum:
Sage: 257-277.
Coker, J. C. (1992) „On Being Nemesetikos as a Mean“,Joumal of Philosophical
Research, 17: 61-92.
80 Ég íhuga og gagnrýni ein rökin fyrir því að varasamt sé að trúa á verðskuldun
í (2003f).
81 Ég þakka lesara og ritstjórum Skírnis þarflegar ábendingar. Stefán Snævarr og
Atli Harðarson lásu ritgerðina einnig yfir í eldri gerð og gáfu mér góð ráð.