Skírnir - 01.04.2004, Page 130
124
KRISTÍN LOFTSDÓTTIR
SKÍRNIR
hópa, að vera tilkomin vegna blöndunar við Evrópskt eða „hvítt“
blóð. í því samhengi kemur að vissu leyti ekki á óvart að lönd eins
og Egyptaland voru oft ekki talin með þegar fjallað var um Afr-
íku, enda því lengi vel haldið fram að menning Forn-Egypta hlyti
að vera afsprengi fólks utan Afríku.5 Hugmyndin um „tómið“
(nullity) sem kjarnann í hugmyndum um Afríku birtist jafnframt
í skilgreiningu á fólki í Afríku út frá því sem það var talið vanta.
Því var lýst sem ólæsu, klæðalausu, án raunverulegra heimila, mið-
stýrðs stjórnkerfis, laga og reglna. Fræg eru orð Rudyard Kiplings
í kvæði frá 1899 þar sem hann talar um „byrði hvíta mannsins",
það að þurfa að hugsa fyrir og annast hálf-djöfla og hálf-börn.
Byrðin er siðferðisleg skylda ákveðinna, útvalinna hópa (sjá Cox
2000). Orð Kipling fela í sér að forræðishyggja sé skylda hvíta
mannsins, siðferðislega rétt og eðlileg, ásamt því að tengja þennan
útvalda hóp við ákveðinn félagslega skilgreindan litarhátt.
Afmörkun hópa og fordómar gagnvart þeim hafa þó sögulega
séð verið mun flóknari en svo að hægt sé að skýra þau með kyn-
þáttahugmyndum. Mismunun og ofsóknir gegn einstaklingum
hafa verið byggðar á margs konar afmörkunum sem skarast, svo
sem kyni, trúarbrögðum, þjóðerni og stéttarstöðu (sjá McClin-
tock 1995:52). Viðhorf breskra menntamanna til alþýðu byggðu
þannig oft á svipuðum staðalmyndum og til fólks í Afríku. Marg-
víslegum hópum eins og konum, fólki af írskum uppruna, bænd-
um, betlurum og geðsjúkum var líkt við frumstætt fólk á framandi
slóðum (Stocking 1987:229; Jean ogjohn Comaroff 1992). Eins og
George Stocking bendir á í umfjöllun sinni um ímyndir á 19. öld
áttu þessir hópar það sameiginlegt að vera neðanlega í stéttskiptu
samfélagi samanborið við þá sem fóru með pólitísk og hugmynda-
fræðileg völd og þannig útlokaðir frá valdi og ákvarðanatöku
(1987:228).
Hugmyndir um kynþætti voru engu að síður mikilvægar til að
réttlæta og útskýra landvinninga og undirokun annarra hópa í
5 Doktorsritgerð Cheikh Anta Diop, þar sera hann hélt fram afrískum uppruna
egypskrar menningar, var t.d. hafnað í París árið 1951 sem í sjálfu sér segir sína
sögu um róttækni hugmynda Diop á sínum tíma (sjá Early 1998:705).