Skírnir - 01.04.2004, Page 137
SKÍRNIR
TÓMIÐ OG MYRKRIÐ
131
í frétt frá 1903, skrifaðri af Þorsteini Gíslasyni, kemur kyn-
þáttahyggja og tenging hennar við hina svokölluðu siðmenningu
skýrt fram. Þorsteinn heldur því fram að tveir af kynflokkum
mannkyns hafi til að bera siðmenningu á hærra stigi, sá hvíti og sá
guli, en þó sé siðmenning þess hvíta fullkomin og menningarstarf-
ið ætti því að vera fólgið í því að efla hana og útbreiða (bls. 52-53).
í þessari umfjöllun kemur einnig fram félagslegur Darwinismi þeg-
ar Þorsteinn staðhæfir að kúgun og rangleitni hinna ófullkomnu sé
óhjákvæmileg afleiðing menningarbaráttu því það sem sé full-
komnast og best lifi en hitt deyi. Tenging þessara viðhorfa við
kynþáttahyggju kemur fram í orðum Þorsteins að það sé „vefengt
nú, að svertingjar geti tekið á móti fullkominni siðmenning
almennt, eins og hvíti og guli flokkurinn. En sje svo, þá hlýtur sá
flokkur að visna smátt og smátt uns hann hverfur úr sögunni"
(bls. 52-53). Þorsteinn endurspeglar hér viðhorf sem þá voru ráð-
andi meðal margra fylgismanna mannkynbótastefnunnar.
Þessi staðhæfing Þorsteins þarf þó ekki að enduróma almenn
viðhorf, enda skýtur hún nokkuð skökku við þegar hún er borin
saman við annað efni í blaðinu. I fyrrnefndri grein frá 1874 er
staðhæft að þjóðir í Afríku geti menntast og að það sé „ekkert efa-
mál og nóg dæmi því til sönnunar" (bls. 58). Greinarhöfundur
persónugerir einnig einstaklinga með því að taka fram að konung-
ur Ashantee sé furðu menntaður, hreystimenni og höfðingi heim
að sækja (bls. 58). Skrif Þorsteins stangast jafnframt á við eftirmæli
19. aldar sem Jón Ólafsson skrifar í Skírni árið 1900, en þar segir
Jón mikilvægustu ávexti aldarinnar vera eflingu tilfinningar fyrir
almennum mannréttindum, þá sérstaklega afnám þrælahalds,
kenningar sósíalista og barátta fyrir jafnrétti karla og kvenna (bls.
24). Einnig má benda á að í Skírni 1888 er því haldið fram á gagn-
rýninn hátt að ,,[ý]msir segja, að Evrópumenn kenni Svertingjum
eins mikið af vondum siðum eins og góðum og hafi afrekað meira
illt en gott í Afríku" (bls. 70), en slíkar hugmyndir bera ef til vill
keim af sýn á hinn göfuga villimann (e. noble savage). Umfjöllun
um villimennsku og siðmenningu birtir ekki einhliða mynd af
tengslum Afríku og Evrópu heldur setur hún einnig spurningar-
merki við mannúð Evrópubúa á nokkrum stöðum. I grein frá