Skírnir - 01.04.2004, Page 139
SKÍRNIR
TÓMIÐ OG MYRKRIÐ
133
Taussic hefur bent á að þessi tvíþætta flokkun virðist að einhverju
leyti ráðast af tengslum þessara þjóða við Evrópubúa. Þær þjóðir
sem Evrópubúum hafði tekist að brjóta undir sig fengu stöðu
hinna göfugu villimanna á meðan þeir sem sýndu virka mótspyrnu
voru flokkaðir sem blóðþyrstir villimenn (Taussic 1993). Fræði-
menn eins og Mary Louise Pratt hafa bent á að í eldri frásögnum
hafi gætt tilhneigingar til að fjalla um sanfólkið sem hættulegt og
blóðþyrst. Undir lok 18. aldarinnar, þegar búið var að brjóta þessa
hópa niður (með fjöldamorðum og þrælahaldi) og þeir ógnuðu
ekki lengur landnemum, var hins vegar farið að fjalla um þá sem
ósnerta og saklausa, eins og þeir hefðu aldrei átt samskipti við
Evrópubúa (Pratt 1986:46).
Það er áhugavert að Skírnir stillir þessum tveimur þjóðernis-
hópum (súlu og khoikhoi) upp hlið við hlið á líkan hátt og var ein-
kennandi fyrir evrópska orðræðu á svipuðum tíma. Annar hópur-
inn birtist á staðlaðan hátt sem hættulegur og virkur, hinn óvirk-
ur og hættulaus. Um „kaffa“-þjóðina er sagt að hún sé „harðfeng
villiþjóð" en „hottintottar“ eru á hinn bóginn „þreklitlir menn og
ónýtir“ sem gera þó ekki mikið illt af sér (1853:71-72, sjá einnig
1852:36-37). Þekking Islendinga á evrópskum staðaimyndum um
khoikhoifólkið endurspeglast einnig í riti Magnúsar Stephensen
Skemmtileg Vina Gleði í fróðlegum Samrxðum og Ljóðmíslum
seint á 18. öld þar sem Magnús fjallar um kynfæri khoi-
khoikvenna. Magnús segir: „Upp frá Góðra vonar höfða búa
Hottintottar, sem eru nockuð liósari á lit, en villimenn þar eru
miög vanskapaðir, einkum qvennfólk, á hvöriu neðst á lífinu vex
út hörð og breið blaðka, er lafir ofan á mið lærin, lifsvunntu"
(Magnús Stephenssen 1797:105). Hér er Magnús klárlega að end-
urtaka ráðandi staðalmyndir og áhuga fræðimanna og almennings
þess tíma á kynfærum khoikhoikvenna (sjá Strother 1999).
I fyrrnefndri frétt í Skírni frá 1853 er talað um að „hottintott-
ar“ hafi verið villiþjóð sem bjó í kringum nýlendumennina, en
seinna hafi „kaffar" komið innan úr „Suðurálfu" til landamæra. I
þessari umfjöllun birtist súlufólkið því sem innrásarmenn, en ný-
lendumönnum stillt upp sem friðsælum mótmælendum sem fóru
til framandi slóða til að iðka trú sína óáreittir (bls. 71-72). I sömu