Skírnir - 01.04.2004, Page 161
SKÍRNIR
SYRPA UM ÞJÓÐERNISUMRÆÐU
155
ildum og atburðum. Mér hefur því stundum fundist það þjóna
sannleikanum betur að malda í móinn gegn módernískum túlkun-
um og benda á takmarkanir sögu sem er skrifuð með þær að leið-
arljósi. Ég hef þannig lent í svipaðri stöðu og Anthony Smith, „an
intermediate position between ... ‘perennialism’ and ‘modern-
ism’“,5 6 enda líklega dæmdur til vissrar íhaldsemi af þeirri sérgrein
minni að skrifa yfirlitsrit.
Eðlilega hefur það gerst að höfundar hafi andmælt skoðunum
mínum á þessum efnum, stundum umfram það sem mér hefur
þótt réttmætt. Ég hef gert lítið að því að svara fyrir skoðanir mín-
ar - og tel raunar hæpið að sá ádeilustíll sem hefur rutt sér til rúms
í sagnfræði síðustu árin sé nokkurt framfaraspor. Stundum er eins
og höfundum sé meira í mun að hrekja skoðanir annarra en að
komast að sannleika um fræði sín. - En nú læt ég verða af því að
árétta margar túlkanir mínar sem hafa verið véfengdar, svo að mér
sé kunnugt, og færa að þeim frekari rök, eftir því sem efni standa
til. í leiðinni fljóta með athugasemdir um nokkrar sögutúlkanir
sem hefur ekki verið beint sérstaklega að ritum mínum en koma
engu að síður við tilraunum okkar til að endurskoða þann söguarf
sem þjóðernishyggjan lét okkur eftir. í meginhluta greinarinnar
ætla ég að feta í gegnum Islandssöguna í tímaröð, eftir því sem
hægt er, og drepa á sögutúlkanir sem mér finnast athugaverðar, en
fyrst verð ég að hafa nokkur orð um hugtakanotkun.
Orð og hugtök
Ágreiningur er um hvaða orð við eigum að hafa á íslensku um það
sem gengur undir nöfnunum ethnie og nation á ensku. Ég hef
jafnan notað orðið þjóð um ethnie en bjó til samsetninguna pólit-
ísk þjóð eða ríkisþjóð um nation.6 Hjá mér lítur formúla Gellners
og Smiths því svona út á íslensku:
Þjóð + (pólitísk) þjóðernishyggja = pólitísk þjóð.
5 Smith, The Ethnic Origins ofNations (1986), 17.
6 Gunnar Karlsson, „Upphaf þjóðar á íslandi" (1988), 24-26. - Gunnar Karlsson,
„íslensk þjóðernisvitund á óþjóðlegum öldum“ (1999), 145.