Skírnir - 01.04.2004, Blaðsíða 163
SKÍRNIR
SYRPA UM ÞJÓÐERNISUMRÆÐU
157
orðið þjóð væri þrælbundið við enska orðið nation leysti það eng-
an vanda því að orðið nation hefur svo víða, margvíslega og óljósa
merkingu, einkum í fjarlægu sögulegu samhengi. Jafnvel Gellner
tókst ekki að vera samkvæmur sjálfum sér í notkun orðsins, ef ég
hef rétt fyrir mér, og notaði orðin nation og national stundum um
það þjóðerni sem var til fyrir daga þjóðernishyggju.8 Enski guð-
fræðingurinn Adrian Hastings notaði orðið nation í þeirri merk-
ingu sem það hafði haft á hverjum tíma síðan á miðöldum og hélt
því fram að nationalism hefði þekkst allar götur síðan þá, um leið
og hann viðurkenndi að í merkingu Gellners væri hann 19. aldar
nýjung.9 Ritdómari gagnrýndi Hastings fyrir ósamkvæma og
óljósa notkun hugtaksins, en viðurkenndi þó að „given the evi-
dence for the widespread use of the word nation for several
preceding centuries, the term can no longer be restricted to the
modern period without qualification."10 Nákvæmlega því sama
held ég fram um íslenska orðið þjóð og gef því „qualification",
pólitísk eða ríkis-, þegar ég fjalla um nútímaþjóðir.
Hjá Guðmundi Hálfdanarsyni er á hreinu hvað hann meinar
með orðunum þjóð og þjóðflokkasamfélag. Hjá sumum öðrum er
það ekki jafnljóst. I ritdómi um yfirlitsritið Kristni á Islandi finn-
ur Páll Björnsson að því að ritstjórinn, Hjalti Hugason, skrifar í
inngangi að kristnin hafi „sett óafmáanlegt mark sitt á þjóðina."
Hér finnst Páli vafasamt að „vísa til þjóðar mörgum öldum áður
en þjóðerniskennd varð í raun til.“ Þó finnur hann Hjalta það til
afbötunar að hann segi að íbúar Islands hafi ekki „átt sér skýra
þjóðarímynd eða fundið til þjóðerniskenndar ...“* 11 Hér held ég
að þeir séu báðir á sömu villigötunni, Páll og Hjalti, ef orðin þjóð
og þjóðerniskennd eru skilin í þeirri merkingu sem þau hafa löng-
um haft. Ekki veit ég til þess að nokkur maður dragi í efa að þjóð-
ir, í hinni eþnísku merkingu orðsins, hafi verið til á miðöldum og
8 Gunnar Karlsson, „íslensk þjóðernisvitund á óþjóðlegum öldum“ (1999),
144-45.
9 Hastings, The Construction of Nationhood (1997), 3^1.
10 Baycroft, „Adrian Hastings, The Construction of Nationhood“ (1999), 127-28.
11 Páll Björnsson, „Er hægt að rita hlutlægt um andlega hreyfingu?" (2001),
223-24.