Skírnir - 01.04.2004, Side 165
SKÍRNIR
SYRPA UM ÞJÓÐERNISUMRÆÐU
159
Norðmenn og Islendingar á miðöldum
Sverrir Jakobsson hefur nýlega skrifað tvær greinar um þjóðerni
íslendinga á miðöldum, að hluta til með sama innihaldi, í Skírni
1999 og greinasafnið Þjóðerni íþúsund ár? (2003), auk þess sem
íslendingar koma nokkuð við sögu í grein hans um norrænar
þjóðernishugmyndir á miðöldum í Scandinavian Journal of His-
tory 1999. Sverrir fjallar ekki um efnið með móderníska hug-
takið nation í brennipunkti og prófar sig áfram með aðrar leið-
ir. í Scandinavian Journal of History varpar hann því fram að
„What is needed ... is a model of explanation more suited to
provide an understanding of the mentality of our ancestors than
the dominant nationalistic one.“16 Niðurstaða greinarinnar er
sú að langt fram á hámiðaldir hafi Norðurlandamenn samsamað
sig á tveimur stigum, því sem Sverrir kallar popular identity, og
tengist einkum umdæmum laga og þinga, og public identity,
samsömun við konungdæmin.17 I síðustu greininni prófar
Sverrir að losa sig við þjóðarhugtakið og tala í staðinn um sjálfs-
myndirj8 en í rauninni kemst hann skammt frá þjóðarhugtak-
inu, enda er hugtakið sjálfsmynd næsta innihaldslaust eitt sér,
þangað til það er tengt hugtökum eins og cett, kyn, stétt, trú eða
þjóð. í rauninni gengur Sverrir mestmegnis út frá norræna hug-
takinu þjóð og helstu samsvörunum þess í latínu, natio, gens og
populusJ9
Hér kennir líklega áhrifa frá umræðunni í Skandinavíu, eink-
um Noregi, en þar hafa menn notað orðið nation fremur óljóst og
ógætilega, bæði í textum á ensku og skandinavísku, og sé ég ekki
betur en það merki nokkurn veginn það sama og okkar þjóð.20
Þetta veldur því að greinar Sverris kunna að virðast nokkuð laus-
16 Sverrir Jakobsson, „Defining a Nation" (1999), 91-92.
17 Sverrir Jakobsson, „Defining a Nation" (1999), 101.
18 Sverrir Jakobsson, „Sjálfsmyndir miðalda og uppruni íslendinga“ (2003), 21.
19 Sverrir Jakobsson, „Hvers konar þjóð voru íslendingar á miðöldum?“ (1999),
111-15.
20 Sbr. Gunnar Karlsson, „íslensk þjóðernisvitund á óþjóðlegum öldum“ (1999),
146.