Skírnir - 01.04.2004, Page 166
160
GUNNAR KARLSSON
SKÍRNIR
ar í hugtakareipunum ef komið er að þeim frá enskættuðu umræð-
unni um módernisma. En auðvitað er engan veginn sjálfsagt mál
að réttara sé að leggja hugtökin nation og ethnie til grundvallar
umræðunni en íslenska hugtakið þjóð eða skandinavískt national-
itet.
Greinar Sverris Jakobssonar eru reistar á umfangsmikilli könn-
un á heimildum, miklu umfangsmeiri en grein mín, „Upphaf þjóð-
ar á Islandi" (1988), og þær sýna að málið er vissulega flóknara en
það var gert þar. Samt þykist ég sleppa furðuvel frá könnun Sverr-
is. Aðalatriðið í grein minni var að Islendingar hefðu litið á sig sem
sérstaka þjóð, eitthvað annað en Norðmenn sem þeir vissu sig ætt-
aða frá, svo lengi sem heimildir eru um og líklega allt frá annarri
kynslóð fólks í landinu. Sverrir andmælir því ekki í heild en nefn-
ir þrjú dæmi þess úr fornsögum að einstakir Islendingar séu flokk-
aðir sem Norðmenn. Það þyrfti í sjálfu sér ekki að koma á óvart
eða leggja kenningu mína í rúst, því gera má ráð fyrir að hug-
myndir manna um þessi efni hafi verið eitthvað á reiki. Samt er
rétt að líta á dæmi Sverris.
í Morkinskinnu segir um Væringja í Miklagarði á 11. öld: „mik-
ill fjöldi var þar áður fyrir Norðmanna, er þeir kalla Væringja. Þar
var sá maður íslenskur er Már hét og var Húnröðarson ...“21
Strangt tekið væri auðvitað ekki nauðsynlegt að lesa þetta svo að
Már teldist einn af Norðmönnunum, það gæti merkt að þarna hafi
verið fjöldi Norðmanna og í liði þeirra Islendingurinn Már. Hitt
finnst mér þó sennilegra að Norðmenn merki hér fremur Norður-
landamenn en beinlínis menn frá Noregi, og kannski á Sverrir við
það þegar hann skrifar neðanmáls: „Væringjarnir í Miklagarði
voru líkast til ekki einungis frá Noregi heldur einnig Danir og Sví-
ar.“ Auðvelt er að ímynda sér að suður í Miklagarði hafi allir
Norðurlandamenn, og jafnvel fleiri þjóða menn norðan að, verið
kallaðir Norðmenn, eða nafni með hliðstæða merkingu. Þá hefur
Morkinskinnuhöfundur sett sig í spor þeirra sem voru þar þegar
hann skrifar þetta.
21 Sverrir Jakobsson, „Hvers konar þjóð voru íslendingar á miðöldum?“ (1999),
120.