Skírnir - 01.04.2004, Blaðsíða 167
SKÍRNIR SYRPA UM ÞJÓÐERNISUMRÆÐU 161
„I Englandi er Gunnlaugur Ormstunga kallaður „Norðmaður“
og þykir greinilega ekki tiltökumál", skrifar Sverrir.22 Þetta bar að
þannig að Gunnlaugur var á gangi suður í Lundúnaborg, mætti þar
þremur mönnum á stræti, og einn þeirra ávarpaði hann: „„Norð-
maðr,“ segir hann, „sel mér fé npkkurt at láni.““23 Sverrir virðist
skilja þetta sem vitnisburð um að höfundur Gunnlaugs sögu hafi
haldið að 10. aldar Islendingar hefðu getað kallað sig Norðmenn.
En hér er það ekki Islendingur sem talar. Sá sem sóttist eftir láninu
er kallaður Þórormur í sögunni og er sagður víkingur og deyfði
hvert vopn með augnaráðinu. Gunnlaugur vann á honum með því
að sýna honum eitt sverð en höggva hann með öðru.24 Ekki er get-
ið um þjóðerni Þórorms, og liggur beinast við að halda að hann
hafi verið innlendur í Englandi; þar hefur auðvitað verið sægur
manna sem bar norræn nöfn. Höfundur er þá aðeins að gera sér í
hugarlund hvernig Islendingur mundi vera flokkaður af ókunnug-
um suður í Lundúnaborg; að hann er kallaður Norðmaður hefur
sams konar merkingu og þegar Evrópubúar eru flokkaðir sem
Bandaríkjamenn þar sem þeir sjást á gangi í Suður-Ameríku.
Loks nefnir Sverrir að Hjalti Skeggjason sé kallaður Norð-
maður í helgisögu Ólafs Haraldssonar helga.25 Engin ástæða er til
að efast um að Hjalti hafi verið eins íslenskur og menn gátu verið
um aldamótin 1000, enda er hann ættfærður til landnámsmanna í
Landnámabók.26 En atvikið þegar Hjalti kallar sig Norðmann er
nokkuð hliðstætt því sem segir frá í Gunnlaugs sögu ormstungu.
Hjalti er staddur austur í Svíþjóð í hættulegum erindum Ólafs
Noregskonungs Haraldssonar með flokk þegna hans með sér. Þeir
hitta Svíakonung. „Hann fretter hværir þesser være hínír virðu-
lego menn. hiallte sægir þa vera norð menn. “27 Þetta getur því
22 Sverrir Jakobsson, „Hvers konar þjóð voru íslendingar á miðöldura?" (1999),
120.
23 íslenzk fornrit III (1938), 71 (7. kap.).
24 íslenzk fornrit III (1938), 71-73 (7. kap.).
25 Sverrir Jakobsson, „Hvers konar þjóð voru íslendingar á miðöldum?" (1999),
137.
26 íslenzk fornrit I (1968), 366 (Sturlubók, 363. kap., Hauksbók, 319. kap.),
382-83 (Sturlubók, 382. kap., Hauksbók, 335. kap.).
27 Olafs saga hins helga (1922), 36 (40. kap.).