Skírnir - 01.04.2004, Síða 168
162
GUNNAR KARLSSON
SKÍRNIR
varla kallast annað en minni háttar einföldun af hálfu Hjalta, enda
of mikilvæg erindi í húfi til þess að ástæða væri til að fara út í smá-
atriði um þjóðerni hvers og eins af sendimönnum. Annars er
skemmtilegt að lesa í samhengi við þetta ummæli sem Snorri
Sturluson hefur eftir Hjalta í Heimskringlu, þegar hann býðst til
að fara þessa sömu sendiferð á fund Svíakonungs fyrir Ólaf kon-
ung: „Ek em ekki norrænn maðr. Munu Svíar mér engar sakir
gefa.“28 Hér er engu líkara en að Snorri sé að svara helgisögunni
og andmæla því að Islendingar séu Norðmenn eða hafi verið það
í upphafi 11. aldar.
Athyglisvert er að öll þrjú dæmin sem Sverrir Jakobsson nefn-
ir um að íslenskir menn séu kallaðir Norðmenn gerast handan
Noregs frá íslensku sjónarhorni séð, meðal fólks sem þekkti miklu
betur til Norðmanna en íslendinga.
Ef greinar Sverris Jakobssonar eru lesnar með hliðsjón af grein
minni um upphaf þjóðar á íslandi kemur glöggt fram að ég skaut-
aði óhóflega létt yfir það vandamál hvað orðiðþjóð merkir í fornu
norrænu máli. Sverrir bendir á dæmi þess að þjóð gat vísað til lít-
ils hóps af fólki, til dæmis herflokks. Sú mun einna helst merking-
in í orðskviði í Snorra-Eddu: „þjóð eru þrjátíu“, en hann virðist
tengjast á einhvern hátt ummælum sem koma fyrir í Rómverja
sögu um herskipulag þar sem eru „þær þjóðir er turme heita og
þrír tigir manna eru í hverri turma".29 Aftur á móti bendir Sverr-
ir líka á dæmi þess að þjóð var notað til að þýða latneska orðið
gens,i0 sem getur sýnilega vísað nákvæmlega til eþníska þjóðar-
hugtaksins. Þá tilfærir hann þrjú dæmi úr íslenskum miðaldatext-
um, þýddum og frumsömdum, sem sýna að höfundum þeirra
þótti sjálfsagt og eðlilegt að hverþjóð hefði sína tungu.31 Orð sam-
stofna við íslenska orðiðþjóð eru líka sögð hafa svipaða merkingu
í öðrum germönskum málum, færeysku, gotnesku, fornensku og
28 Gunnar Karlsson, „Upphaf þjóðar á íslandi“ (1988), 27.
29 Sverrir Jakobsson, „Hvers konar þjóð voru íslendingar á miðöldum?" (1999),
114, 126.
30 Sverrir Jakobsson, „Hvers konar þjóð voru íslendingar á miðöldum?" (1999),
115.
31 Sverrir Jakobsson, „Hvers konar þjóð voru íslendingar á miðöldum?" (1999),
119.