Skírnir - 01.04.2004, Page 169
SKÍRNIR
SYRPA UM ÞJÓÐERNISUMRÆÐU
163
fomsaxnesku,32 og verður að teljast sennilegast að sú merking sé
samgermanskur arfur. Þetta sýnir að orðið þjóð gat merkt
nokkurn veginn það sama og ethnie, og þar með held ég að dæm-
in sem ég nota í grein minni bjargist sæmilega.
En hvar standa Islendingar þá í hinni tvöföldu samsömun
Norðurlandamanna, sem Sverrir finnur? Þeir mynduðu þing- og
lagaumdæmi af því tagi sem vom kölluð patriæ í norrænum latínu-
textum og kölluðu á það sem Sverrir kallar popular identity.33 Það
merkir að íslensk sjálfsmynd hafi verið hliðstæð gulaþingskri eða
skánskri sjálfsmynd, en ekki danskri, sænskri eða norskri. Benda
má á eina heimild sem mælir gegn þessari flokkun á Islendingum.
Til er falsað páfabréf sem þykist vera frá 1022 en mun skrifað í
Hamborg 1122-23. Þar staðfestir páfi vald Hamborgarerkibiskups
„yfir öllum norðlægum ríkjum, sem em Danmörk, Svíþjóð, Nor-
egur, Island og allar eyjar sem að þessum ríkjum liggja."34 Þetta
eina bréf segir auðvitað ekki mikið um hvernig umheimurinn leit
á Island á þessum tíma og enn minna um hvernig Islendingar litu
á sig sjálfir. Aftur á móti styður það flokkun Islendinga í falsbréf-
inu að patria sem tilheyrir ekki neinu konungsríki getur varla tal-
ist alveg hliðstætt patria sem er innan konungdæmis. Þannig er
sérstaða Islands meðal lagaumdæma Norðurlanda að einhverju
leyti tryggð.
Húmanismi og þjóðernisvitund
Greinin „Söguleysa þjóðlegrar sagnfræði. Islenskt þjóðerni og
evrópsk latínumenning" sem Gottskálk Þór Jensson skrifaði í
greinasafnið Þjóðerni íþúsund ár? er fróðleg og þörf hugvekja um
hlut evrópskrar latínumenningar í menningarlífi íslendinga. En
32 Ásgeir Blöndal Magnússon, íslensk orðsifjabók (1989), 1182.
33 Sverrir Jakobsson, „Defining a Nation" (1999), 99, 101.
34 „in omnia regna septentrionalia, Danorum scilicet, Suenorum, Noruenorum,
Hislandicorum et omnium insularum his regnis adiacentium ...“ - íslenzkt
fombréfasafn I (1857-76), 53 (nr. 14). Þar er bréfið talið ófalsað, en rétt grein-
ing mun vera á því í Diplomatarium Danicum 1. række I (1975), 160 (nr. 409).
- Islenska þýðingin er eftir Svavar Hrafn Svavarsson (Kristni d Islandi I (2000),
372).