Skírnir - 01.04.2004, Síða 171
SKÍRNIR
SYRPA UM ÞJÓÐERNISUMRÆÐU
165
grundvallarhugtök sín, eins og civitas, res publica, regnum, aristo-
cratia, democratia. íslandssaga Arngríms sé „tilraun til þess að
greina breytingarnar á sögu íslenska ríkisins (civitas) eftir aðferð
Bodins.“ „Þegar við lesum Crymogæu með hliðsjón af þeim latn-
eska og húmaníska söguskilningi sem þar er lagður til grundvallar
verður þess vegna erfiðara að lesa inn í verkið þjóðernissinnaðar
hugmyndir."37
Hin skyssa mín, að mati Gottskálks, er að finna þjóðernisvit-
und í áróðri Arngríms lærða fyrir hreinleika íslenskrar tungu. Það
sé rangt vegna þess að í málhreinsunarstefnu sinni fylgdi Arngrím-
ur fordæmi evrópskra húmanista, sem vildu „hreinsa latínu af síð-
ari tíma áhrifum og hverfa aftur til fornmálsins, gullaldarlatínunn-
ar, sem Rómverjar skrifuðu á lýðveldistímabilinu. I latneskri
hugsun Arngríms er það því sjálfsögð krafa að öllum „fornmál-
um“, þar á meðal íslensku, sé haldið hreinum.“38
Nú er ég sannarlega ekki einn um að hafa séð viðhorf Arn-
gríms og annarra íslenskra húmanista sem vísi að íslenskri þjóð-
ernishyggju. Þannig hefur Svavar Hrafn Svavarsson nýlega skrif-
að að íslenskir latínuhöfundar 16. til 18. aldar, frá Arngrími til
Finns Jónssonar biskups, hafi verið „nationalistic ... insofar as
they emphasized the distinct cultural identity of the Icelandic
nation, and lauded its foundations, the golden age of the Icelandic
Commonwealth."39 Samt finnst mér rétt að svara Gottskálki efn-
islega í einstökum atriðum.
Vissulega er það rétt hjá honum að ég notaði íslenska þýðingu
Jakobs Benediktssonar nokkuð glannalega sem heimild um hvað
Arngrímur hefði skrifað á latínu. En þess konar áhættu verður óhjá-
kvæmilega að taka; á því byggist öll framvinda fræðastarfs að einn
noti það sem annar hefur lagt til málanna. Ég þykist líka sleppa bet-
ur frá þýðingarrýni Gottskálks en hann lætur. Hann tekur eitt
dæmi um vafasama þýðingu Jakobs Benediktssonar, sem ég dragi
af óheimila ályktun. Hún er þar sem ég hef þetta eftir Arngrími
37 Gottskálk Þór Jensson, „Söguleysa þjóðlegrar sagnfræði" (2003), 63-65.
38 Gottskálk Þór Jensson, „Söguleysa þjóðlegrar sagnfræði“ (2003), 66.
39 Svavar Hrafn Svavarsson, „Greatness revived: the Latin dissemination of the
Icelandic past“ (2003), 555.