Skírnir - 01.04.2004, Síða 172
166
GUNNAR KARLSSON
SKÍRNIR
um fóstbræðurna Ingólf og Hjörleif: „Þeir tókust á hendur það
stórvirki að koma á fót nýrri þjóð í nýju landi.“ Frumtextann væri
rétt að þýða svona, segir Gottskálk:
„I því markmiði að yfirgefa föðurlandið [patria] seldu þeir jarðir sínar og
fasteignir fyrir vörur og lausafé, og tóku að huga að því mikla verkefni að
koma upp nýjum ættstofni (gens) í nýju landi.“
Mín þýðing [segir Gottskálk] sem fylgir latínunni nákvæmar en þýð-
ing Jakobs, býður ekki upp á þjóðernissinnaða túlkun á textanum, enda
hæfir slík túlkun sérstaklega illa tilvísun til Noregs sem „föðurlands"
('patria) þessara landnámsmanna.40
Ekki bogna ég fyrir þessu. Auðvitað gátu þeir Ingólfur verið upp-
hafsmenn nýrrar þjóðar jafnt fyrir því þótt Noregur væri föður-
land þeirra, og á vissan hátt einmitt þess vegna. Þeir voru að yfir-
gefa eitt föðurland og skapa afkomendum sínum annað. Og þeg-
ar Gottskálk þýðir gens með „ættstofn" sé ég ekki annað en að
það sé að minnsta kosti eins and-þjóðernisleg túlkun og túlkun
Jakobs kann að vera þjóðernisleg. Gottskálk þykist raunar hafa
meira á mig:41 „Fleiri slík dæmi mætti nefna í túlkun Gunnars, þar
sem rökin um þjóðernissinnaða söguskoðun Arngríms byggjast á
tilvísunum í þýðingu sem þegar hefur túlkað texta Arngríms á
þjóðernissinnaðan hátt.“ Eg á bágt með að trúa að hann hefði val-
ið svona veikt dæmi ef hin væru skárri.
Þá er það húmanisminn. Þegar ég lít yfir kaflann um Arngrím
í grein minni sé ég, mér til nokkurrar undrunar, að ég nefni það
hvergi að söguritun hans eða málhreinsunarstefna séu dæmigerð-
ur evrópskur húmanismi.42 Þetta skiptir þó ekki mestu, heldur
hitt, að Gottskálk virðist halda að skoðanir Arngríms hljóti að
verða óþjóðernislegar ef sýnt er fram á að þær séu lærður evrópsk-
ur húmanismi. Það finnst mér fráleitt. Ópólitíska þjóðernisvitund
40 Gottskálk Þór Jensson, „Söguleysa þjóðlegrar sagnfræði" (2003), 64.
41 Gottskálk Þór Jensson, „Söguleysa þjóðlegrar sagnfræði" (2003), 64.
42 Tengslin á milli sögutúlkunar Arngríms og húmanismans koma hins vegar
glöggt fram í eldri greinum eftir mig: Gunnar Karlsson, „Folk og nation pá Is-
land“ (1987), 134-35. - Gunnar Karlsson, „The Emergence of Nationalism in
Iceland" (1995), 49. - Einnig í íslandssöguyfirliti: Gunnar Karlsson, Iceland’s
1100 Years (2000), 186.