Skírnir - 01.04.2004, Page 173
SKÍRNIR
SYRPA UM ÞJÓÐERNISUMRÆÐU
167
(eþníska vitund) mætti skilgreina lauslega sem vitund um sögu og
menningu þjóðarinnar, eða önnur þau atriði sem eru hér að fram-
an talin einkenna ópólitíska þjóð, að fyrirmynd Anthonys Smith.
Ópólitísk þjóðernishyggja felst þá í að mikla eða upphefja þessi
sömu atriði. Það gerir Arngrímur vissulega, og stendur þá væntan-
lega á sama af hverjum hann hefur lært að gera það. Að öðrum
kosti, með sömu rökvísi og Gottskálk beitir á Arngrím, væri þjóð-
ernishyggja íslendinga á 19. og 20. öld engin þjóðernishyggja
vegna þess að hún var tvímælalaust tekin upp að fyrirmynd manna
af útlendu þjóðerni. Jónas Hallgrímsson, Jón Sigurðsson, Sigurð-
ur Guðmundsson málari, Benedikt Sveinsson, Jón Aðils, Hulda
skáldkona og Páll Eggert Ólason teldust þá ekki raunverulegir
þjóðernissinnar vegna þess að skoðanir þeirra voru útlendar að
uppruna.
Að sjálfsögðu var húmanisminn ein af helstu hugmyndafræði-
legu rótum þjóðernishyggjunnar, og framlag Arngríms lærða og
samtímamanna hans til þróunar íslenskrar þjóðernisvitundar var
einmitt það að íslenska húmanismann, eins og Svavar Hrafn Svav-
arsson rakti í greininni sem er nefnd hér að framan, að finna klass-
íska gullöld í sögu íslendinga (hvort sem við segjum fremur að
hún hafi verið fundin upp eða uppgötvuð) og að boða að íslensk
tunga væri klassískt tungumál. Það var ótrúlega djarft og stórhuga
skref; það kemur allra gleggst fram í grein Gottskálks í Skírni í
fyrra, þar sem leitt er í ljós að engin germönsk þjóð hafi tekið upp
málhreinsunarstefnu á undan íslendingum.43 Þessi stefnumótun
hefur sett mark á þjóðernishugmyndir Islendinga alla tíð síðan.
Útlendir og íslenskir embættismenn
Þjóðerni í þúsund ár? er á margan hátt merkisbók með fjölda
ágætra athugana, en þar fara fleiri en Gottskálk Þór Jensson offari
gegn þjóðernishyggjunni í söguritun Islendinga. Einn þeirra er
Einar Hreinsson, sem tekur sér fyrir hendur að jafna hlut danskra
og íslenskra embættismanna á Islandi á fyrri tíð, miðað við það
43 Gottskálk Þ. Jensson, „Puritas nostræ lingvæ“ (2003), 59.