Skírnir - 01.04.2004, Page 174
168
GUNNAR KARLSSON
SKÍRNIR
sem þjóðernislega sagan sagði. í grein Einars er ágæt samantekt og
margar fróðlegar ályktanir. Sumt finnst mér orka tvímælis, en ekki
er hægt að ræða það út frá þessari grein einni af því að Einar hef-
ur síðar gefið út heila doktorsritgerð um æðstu embættismenn ís-
lands á aldarbilinu 1770-1870, og of langt mál yrði úr ef ég færi að
skipta orðum við hana hér.44 En hér verð ég að segja að mér sýn-
ist Einar láta andúðina á gömlu þjóðernissinnuðu þjóðarsögunni
leiða sig afvega í niðurstöðu sinni þegar hann segir:45 „Enginn
marktækur munur virðist hafa verið á því hvernig embættismenn
sinntu skyldum sínum eftir því hvort þeir voru af erlendum eða
innlendum uppruna nema ef vera kynni að þeir íslensku hafi endr-
um og sinnum fallið í þá gildru að vera of uppteknir af eigin hag
en ekki ríkissjóðs."
Þetta væri í sjálfu sér ekki ósennilegt. Eins og Einar bendir
sjálfur á voru danskir háembættismenn á íslandi flestir ungir menn
sem höfðu stöður sínar þar að stökkpalli upp í embætti í Dan-
mörku.46 Fyrir þeirra eigin hag hefur verið mikilvægast að koma
fram sem hollir þjónar ríkisins og láta umfram allt ekki falla neina
bletti á embættisbúninga sína. Islenskir embættismenn hafa vænt-
anlega staðið skrefinu nær því að vera gamaldags lénsmenn, hér-
aðshöfðingjar, sem hlutu fremur að sækjast eftir því að efnast í
embættum sínum. En á hvaða staðreyndagrundvelli hvílir sú
ályktun Einars að Islendingarnir hafi verið óhollari ríkissjóðnum?
I greininni nefnir hann tvo embættismenn á Islandi sem virðast
hafa verið nokkuð uppteknir af eigin hag. Annar er danski land-
fógetinn Poul Finne (1794-1804) sem var staðinn að fjárdrætti úr
landsjóði upp á 6.000 ríkisdali eða tíföld laun sín eftir tíu ára starf.
Hinn var íslendingurinn Ólafur Stefánsson stiftamtmaður sem
missti embætti sitt árið 1806, 75 ára gamall, fyrir margs konar
óreiðu í starfi sínu en fékk þó að halda tveimur þriðjungum af
launum sínum í eftirlaun.47 Jafnvel þó að við dæmum Ólaf sekan
44 Einar Hreinsson, Ndtverk och nepotism. Den regionala förvaltningen pd Island
1770-1870 (2003).
45 Einar Hreinsson, „íslands hæstráðandi til sjós og lands“ (2003), 84.
46 Einar Hreinsson, „íslands hæstráðandi til sjós og lands“ (2003), 80.
47 Einar Hreinsson, „íslands hæstráðandi til sjós og lands“ (2003), 82-83.