Skírnir - 01.04.2004, Blaðsíða 176
170
GUNNAR KARLSSON
SKÍRNIR
hans, svikið út jarðir sem tilheyrðu Skálholtsbiskupsstóli til þess að hygla
tengdafólki sínu ...
Þorkell Jóhannesson kemur að sömu atriðum á svo ólíkan hátt að
varla er þekkjanlegt:51
En öfundarmenn Ólafs og þeir aðrir, er kynni að hafa sætt rangsleitni af
hans hálfu, máttu treysta því örugglega, að erindi þeirra yrði vel tekið á
Bessastöðum ... Hér fór þó svo, að nær engir gáfu sig til slíks. Bóndi einn
austur í Árnessýslu kærði reyndar yfir því, að jörð sú, Uthlíð í Biskups-
tungum, er hann bjó á og var gömul Skálholtsstólsjörð, hefði að ráðstöf-
un stiftamtmanns verið seld öðrum fyrir litlu hærra verð en hann hafði
boðið í hana á uppboðsþingi, án þess að sér hefði gefinn verið kostur á að
ganga inn í þetta síðara og hærra boð. Tómthúsmaður við Reykjavík
kærði, að Ólafur hefði heimtað af sér skipsáróður, en stiftamtmaður taldi
sig hafa umráð kotsins.
Hér er allt í fleirtölu hjá Einari en eintölu hjá Þorkatli. Sé flett upp
í rannsóknarskýrslunni sjálfri, sem hlýtur að vera heimild þeirra
beggja, er þar aðeins sagt frá máli eins tómthúsmanns sem hafði
neitað að róa á báti stiftamtmanns - og raunar komist upp með
það. Jörðin sem hafði verið seld og þar kemur við sögu var aðeins
ein, Uthlíð í Biskupstungum.32 Þetta staðfestir Einar reyndar í
doktorsritgerðinni, þar sem skýrsla rannsóknarnefndarinnar er
rakin skilmerkilega.53
Vafalaust er Þorkell Jóhannesson hlutdrægur fyrir hönd landa
síns. En er Einar Hreinsson hótinu betri? Vissulega má segja það
honum til réttlætingar að hann er að skrifa um mikið efni í stuttu
máli og setur blæ á frásögn sína með svolítið slagferðugu orðavali.
Samt verður því ekki neitað að hann ýkir beinlínis þær ávirðingar
sem Ólafi eru bornar á brýn í rannsóknarskýrslunni, og er hún þó
sýnilega ekki hliðholl honum. Þjóðernissögulega skiptir þetta
auðvitað ekki miklu máli, því að Ólafur Stefánsson var bara ein-
staklingur og gefur því lítið tilefni til að álykta hvernig íslenskir
embættismenn hafi reynst að jafnaði. Hér er þetta aðeins nefnt
51 Saga íslendinga VII (1950), 133.
52 Þjóðskjalasafn. KA 64. Hið danska kanselli 1804 (57. D. kanc.).
53 Einar Hreinsson, Ndtverk och nepotism (2003), 164-75.