Skírnir - 01.04.2004, Síða 177
SKÍRNIR
SYRPA UM ÞJÓÐERNISUMRÆÐU
171
sem dæmi um hvernig and-þjóðernishyggjan í sagnfræði okkar
gleymir stundum þeirri góðu reglu að vera jafn-sanngjarn við alla.
Hvatar sjálfstæðisbaráttunnar
Þá erum við komin fram á 19. öld, og tími sjálfstæðisbaráttu og
þjóðríkismyndunar er framundan. Um það ferli hefur okkur
Guðmund Hálfdanarson lengi greint á í mörgum einstökum atrið-
um, þótt báðir lítum við á það á svipaðan hátt í megindráttum.
Sumt af ágreiningsmálum okkar erum við búnir að ræða nokkuð,
en um sumt af því þykist ég geta gert betur nú en áður. Eitt atriði
þar sem okkur Guðmundi ber nokkuð á milli, um pólitísk
skammtímamarkmið Jóns Sigurðssonar forseta,54 er þó of flókið
til þess að það verði rætt að þessu sinni, en ég áforma að taka það
upp á næstunni í samhengi við fleiri nýleg skrif um forsetann.55
Fyrst er rétt að drepa á hugmynd sem ég varpaði fram fyrir
mörgum árum um uppruna pólitískrar þjóðernishyggju meðal Is-
lendinga. Ég hafði þá nýlega lesið lýsingu Ernests Gellner á því
hvernig landbúnaðarsamfélög kappkostuðu að halda algerum
stéttaskilum við og láta sem mest á þeim bera með hvers konar
menningarmun, en iðnvædd samfélög leituðust við að halda
stéttaskilum sem leyndustum og kenna öllum að tileinka sér sömu
menningu. Þjóðríkið, ríki með eina samstæða þjóðmenningu, var
að hans dómi tæki til að ná þessu marki.56 Nú virtist mér að iðn-
væðing hefði verið næsta fjarlæg íslendingum langt fram yfir
miðja 19. öld, meðan að minnsta kosti drjúgur hluti þeirra gerðist
ákafir þjóðernissinnar, þannig að kenningin yrði ekki að gagni í ís-
landssögu eins og hún kæmi fyrir. Á hinn bóginn fannst mér, þótt
mótsagnakennt kynni að virðast, að lýsing Gellners á iðnaðarsam-
félaginu minnti furðumikið á gamla íslenska samfélagið sem hefði
54 Guðmundur Hálfdanarson, „Þjóðhetjan Jón Sigurðsson“ (1997), 54-57. -
Guðmundur Hálfdanarson, íslenskaþjóðríkið (2001), 90-94. - Sbr. Bragi Guð-
mundsson og Gunnar Karlsson, Uppruni nútímans (1988), 131-44. Ég er
ábyrgur fyrir allri stjórnmálasögu 19. aldar í bókinni.
55 Um þetta efni áforma ég að birta grein í Andvara, helst strax í ár.
56 Gellner, Nations and Nationalism (1983), 8-13, 24-38, einnig víðar, þannig er
einkar upplýsandi efnisgrein á bls. 67.