Skírnir - 01.04.2004, Side 178
172
GUNNAR KARLSSON
SKÍRNIR
haft óglögg stéttaskil og einsleita menningu, þrátt fyrir mikinn
efnamun fólks. Af því ályktaði ég að Islendingar hefðu verið sér-
staklega móttækilegir fyrir þjóðernishyggju. Af því að þeir flokk-
uðu sig minna í sundur en aðrar þjóðir hafi þeir átt auðveldara
með að flokka sig alla í einn flokk sem íslendinga.57 Guðmundur
Hálfdanarson sópaði þessari kenningu út af borðinu með tveimur
röksemdum sem ég hef áður svarað stuttlega,58 en langar nú að
fara nánar út í.
Annars vegar, segir Guðmundur, „er einsleitni íslensks samfé-
lags að mörgu leyti ein af goðsögnum þjóðernisbaráttunnar.
Rannsóknir hafa t.d. sýnt að stétt íslenskra embættismanna og
kirkjunnar þjóna var að talsverðu leyti lokaður klúbbur fyrir
miðja nítjándu öld, enda réðu þeir sjálfir mjög miklu um hverjir
fengu aðgang að þeirri menntun sem sett var sem skilyrði fyrir
veitingu embætta."59 Hér vísar Guðmundur í doktorsritgerð sína
þar sem hann leiðir í ljós að um miðja 19. öld voru, gróft til tekið,
tveir þriðjungar stjórnsýsluembættismanna og presta synir manna
af þessum stéttum, en þriðjungur var synir bænda.60 Þetta reynist
vera svipað hlutfall og hafði verið um aldir. Harald Gustafsson
fann nokkurn veginn sama hlutfall fyrir veraldlega embættismenn
eina á 18. öld,61 og úrtakskönnun Lofts Guttormssonar á stéttar-
uppruna sóknarpresta á 17. og 18. öld leiddi til svipaðrar niður-
stöðu. Tæpur þriðjungur þeirra var synir bænda og handverks-
manna.62 Einhver kann að gera lítið úr þessari stéttablöndun og
segja að þessir bændur sem gátu af sér þriðjung yfirstéttarinnar
hafi vísast margir verið synir embættismanna, og það er sjálfsagt
rétt. En á móti því kemur að yfirstéttarmennirnir sem gátu af sér
tvo þriðju hluta yfirstéttarmannanna hafa verið bændasynir að
57 Gunnar Karlsson, „Folk og nation pi Island" (1987), 140-42. - Gunnar Karls-
son og Debes, „Island - Færoerne - Gronland“ (1987), 21-24. - Gunnar Karls-
son, „The Emergence of Nationalism in Iceland“ (1995), 53-59.
58 Gunnar Karlsson, „íslensk þjóðernisvitund á óþjóðlegum öldum“ (1999),
177-78.
59 Guðmundur Hálfdanarson, „Hvað gerir íslendinga að þjóð?“ (1996), 26.
60 Guðmundur Hálfdanarson, Old Provinces, Modern Nations (1991), 53-54.
61 Gustafsson, Mellan kung och allmoge (1985), 78.
62 Kristni á íslandi III (2000), 151-53 (Loftur Guttormsson).