Skírnir - 01.04.2004, Page 179
SKÍRNIR
SYRPA UM ÞJÓÐERNISUMRÆÐU
173
einum þriðja hluta. Þannig hefur verið stöðug, mjög veruleg,
blöndun þar sem stéttirnar snertust. Tölfræðilega hlýtur að vera
réttast að miða talningu við einhvern einn, fyrirfram ákvarðaðan
tíma, tímapunkt eða tímaskeið.
Margar heimildir um einstaklinga vitna líka um að stéttarstaða
var völt meðal Islendinga. Meðal gamalla heimilda af því tagi má
nefna Biskupaannála Jóns Egilssonar sem hann skrifaði 1605.
Nokkrum sinnum þegar hann rekur ættir frá biskupum eða syst-
kinum þeirra endar hann í þriðja eða fjórða lið frá kynslóð bisk-
upanna á orðum eins og: „þeirra börn eru öll fátæk og oss ekki
kunnug ...“, „þeirra börn eru fá og fátæk“, „og hygg eg nú fátækt
fólk“, „það er allt fátækt.“63 Þar má sjá hvernig ættir hrapa niður
auðlegðarstigann, og má gera ráð fyrir að eitthvert annað fólk hafi
að jafnaði klifið hann álíka hratt í staðinn.
Þessi hreyfanleiki milli stétta nægir kenningu minni fyllilega.
Það var aldrei meining mín að allir hefðu verið jafnir í gamla sam-
félaginu á íslandi; ég sagði aðeins að skilin á milli samfélagshópa
hefðu verið óljós, vinnufólk hefði verið börn bænda, í bændastétt
hefðu hvergi verið alger skil á milli leiguliða og stórjarðeigenda,
sífellt flæði hefði verið milli efnaðasta hluta bændastéttarinnar og
embættis- og menntamanna. Flæði sem nemur þriðjungi embætt-
is- og menntastéttanna á hverjum tíma er kappnóg.
Hin mótbára Guðmundar gegn kenningu minni var sú að hún
gengi út frá því „að þjóðerniskennd eigi auðveldara uppdráttar í
„einföldum" samfélögum en flóknum, en sú er alls ekki raunin -
við sameiningu Þýskalands og Ítalíu mynduðust stór og mjög fjöl-
breytt þjóðríki úr mörgum smáríkjum sem voru allt eins ólík inn-
byrðis og Danmörk og ísland." Litlu síðar bætir hann því við að
„tæpast [sé] hægt að finna nokkra eina haldbæra skýringu á því
hvers vegna þjóðfélagshópur tekur upp á því að líta á sig sem þjóð
eða hvernig hann afmarkar sig frá öðrum þjóðum.“64
Um þessa mótbáru get ég sagt að ég hefði ekki þurft að benda
á aðrar skýringar á þjóðernishyggju íslendinga, ríkulegan menn-
63 Jón Egilsson, „Biskupa-annálar" (1856), 38, 41, 42, 51.
64 Guðmundur Hálfdanarson, „Hvað gerir íslendinga að þjóð?“ (1996), 26-27.