Skírnir - 01.04.2004, Page 180
174
GUNNAR KARLSSON
SKÍRNIR
ingararf þeirra frá miðöldum og mikið raunverulegt sjálfstæði á
öldum konungsveldis í landinu,65 ef ég héldi að óljós stéttaskil og
menningarleg einsleitni væri altæk skýring á uppruna pólitískrar
þjóðernishyggju. Kenningin um samhengi á milli félagslegrar og
menningarlegrar einsleitni annars vegar og ákafrar þjóðernis-
hyggju hins vegar átti einkum að skýra hvers vegna Islendingar
gengust þjóðernishyggjunni svo eindregið á hönd þótt þeir væru
að sumu leyti afar ólíklegir til að taka stefnuna á sjálfstæði um
miðja 19. öld, allt of fáir til að mynda þjóðríki eins og þau voru þá
í Evrópu, fátækir og gersamlega lausir við þá iðnvæðingu sem
Gellner taldi meginforsendu þjóðernishyggjunnar.
Um eðli sagnfræðilegra skýringa eru tvær kenningar helstar.
Onnur er kennd við Carl G. Hempel, að allar orsakaskýringar
hljóti að hvíla á þeirri forsendu að til sé algilt lögmál sem megi
heimfæra skýringuna undir. Hin er kennd við Robin Coll-
ingwood, að sögulegar skýringar felist í því að endurhugsa þær
hugsanir sem sögupersónur hugsuðu og réðu því hvers vegna þær
gerðu það sem þær gerðu.66 Höfundar og stuðningsmenn þessara
kenninga litu venjulega á þær sem algildar, þær væru hvor fyrir sig
fullnægjandi skilningur á öllum sagnfræðilegum orsakaskýring-
um. En raunin held ég að sé samt sú að kenningarnar hæfi misvel
ólíkum skýringum. Guðmundur skilur skýringu mína um eins-
leitni samfélagsins þannig að hún falli undir lögmálskenninguna;
hún geri ráð fyrir tilvist lögmáls um samhengi einfaldleika samfé-
lags og þjóðernishyggju:
Hvar sem er einfalt samfélag verður til þjóðernishyggja.
Ég held hins vegar að skýringin orki betur sem endurhugsunar-
skýring. Hún er tilraun til að hugsa sig inn í hugarheim íslendinga
sem stóðu frammi fyrir spurningunni um hvort þeir vildu ganga
inn í danskt lýðræðisríki, þegar það tæki við af konungseinveld-
inu, eða stefna að sérstöku ríki Islendinga, meira eða minna sjálf-
stæðu. Slíka skýringu er aldrei hægt að sanna; hún verður aðeins
65 Sjá t.d. Gunnar Karlsson, „The Emergence of Nationalism in Iceland“ (1995),
48-53.
66 Dray, Philosophy of History (1964), 5-18. - Gunnar Karlsson, „Orsakaskýring-
ar í sagnfræði“ (1981), 62-78.