Skírnir - 01.04.2004, Síða 181
SKÍRNIR
SYRPA UM ÞJÓÐERNISUMRÆÐU
175
eins sennileg og lesendum hennar finnst. Víst er skýring mín í
langsóttasta lagi, en á móti því finnst mér vega að hún er sérstæð
og svolítið ögrandi.
Ekki er ég þó einn um að hafa hreyft ögrandi skýringum á
uppruna sjálfstæðisbaráttunnar, eftir að tekið var að líta svo á að
hún þarfnaðist skýringar. Árið 1986 benti Guðmundur Hálfdan-
arson á að samtímis því sem íslenskir bændaforingjar flykktust
um sjálfstjórnarkröfur Jóns Sigurðssonar stóðu þeir fast gegn
kröfum um einstaklingsfrelsi sem virtist geta haggað því fornlega
sveitasamfélagi sem þeir bjuggu í. Því varpaði Guðmundur fram
þeirri tilgátu að Islendingar hefðu spyrnt gegn því að ganga inn í
danskt þjóðríki vegna andstöðu við hugmyndir danskra stjórn-
valda um aukið félagslegt frelsi.67 Við Guðmundur Jónsson vor-
um kallaðir til að svara Guðmundi í Nýrri Sögu árið eftir.68 Hann
svaraði okkur aftur í sama riti tveimur árum seinna og lagði þar
áherslu á að Islendingar hefðu gengist á hönd hugmyndum um
pólitískt frelsi þjóðarinnar án þess að tileinka sér þá frjálshyggju
sem stefndi að sem mestu einstaklingsfrelsi. Hins vegar áréttaði
hann ekki þarna þá kenningu sína að stuðningur Islendinga við
þjóðfrelsiskröfuna hefði sprottið af vörn gegn einstaklingsfrels-
inu.69 Á þessu stigi fannst mér að við Guðmundur værum orðnir
sammála um þetta, og hélt ég því fram nokkuð borginmannlega
að hann hefði dregið í land með orsakasamhengið á milli þjóð-
frelsiskröfunnar og baráttunnar gegn einstaklingsfrelsi.70 En það
var sagt í fljótfærni; raunar hafði Guðmundur ekki dregið neitt í
land. Kenninguna er að finna í doktorsritgerð hans, sem hann
lauk árið 1991,71 og áratug síðar kom út bók hans, Islenska þjóð-
67 Guðmundur Hálfdanarson, „Takmörkun giftinga eða einstaklingsfrelsi"
(1986), einkum 466-67.
68 Guðmundur Jónsson, „Ósamræmi í frelsishugmyndum oftúikað“ (1987),
61-63. - Gunnar Karlsson, „Frjálslyndi kemur ekki í eitt skipti fyrir öll“
(1987), 64-66.
69 Guðmundur Hálfdanarson, „Frelsi er ekki sama og frjálshyggja" (1989), 4-11.
70 Gunnar Karlsson, „Sagan af þjóðríkismyndun íslendinga 1830-1944“ (2000),
128.
71 Guðmundur Hálfdanarson, Old Provinces, Modern Nations (1991), 27, 99-
100, 155-57, 161.