Skírnir - 01.04.2004, Page 182
176
GUNNAR KARLSSON
SKÍRNIR
ríkið, þar sem hann reynist enn við sama heygarðshornið og
1986.72
Ég sé ekki að Guðmundur færi ný rök fyrir þessari skoðun
sinni í bókinni, þannig að svör okkar Guðmundar Jónssonar frá
1987 gilda nokkurn veginn enn, og er óþarfi að endurtaka þau.
Hins vegar finnst mér nú að okkur hafi ekki tekist alls kostar að
benda á tvö aðalatriði sem gera málflutning Guðmundar miður
sannfærandi.
Annað er rétt tímaröð meintrar orsakar og afleiðingar. Ég þyk-
ist hafa fært gild rök að því að forystumenn íslenskra bænda hafi
tekið stefnuna á sjálfstæði Islendinga ekki síðar en um þjóðfund
1851. Á fundinum sátu 37 fulltrúar valdir í kosningum þar sem
flestir bjargálna bændur höfðu kosningarétt, auk sex konungkjör-
inna embættismanna. Að minnsta kosti 35 bændakjörnir fulltrúar,
og einn af þeim konungkjörnu, studdu róttækar sjálfstjórnarkröf-
ur Jóns Sigurðssonar, og eftir það reis aldrei nein pólitísk hreyfing
gegn þeim.73 Þegar þetta gerðist höfðu íslenskir bændur varla
fengið nokkra minnstu ástæðu til að óttast að dönsk stjórnvöld
mundu þröngva útlendu einstaklingsfrelsi upp á þjóðina. Svo að
dæmi sé tekið af málum sem konungur lagði fyrir Alþingi á árun-
um 1845-49, þá kem ég þar aðeins auga á eitt sem flokka má til fé-
lagsmála. Það var um lengingu sveitfestitíma; konungur féllst á þá
tillögu þingsins að lengja hann úr fimm árum í tíu,74 og er raunar
vandséð hvort það stuðlaði fremur að frelsi eða ófrelsi fátæklinga.
Það hefði verið ótrúleg víðsýni og framsýni hjá íslenskum
bændum ef þeir hefðu litið á það sem aðsteðjandi hættu á þessum
árum að danskar frelsiskenningar mundu setja íslenskt samfélag úr
skorðum. Vissulega má gera ráð fyrir að þeir hafi almennt viljað
hafa sína íslensku löggjöf sem mest í friði fyrir dönskum áhrifum
og ekki útilokað að einhverjir þeirra hafi komið auga á að sameig-
inlegt löggjafarþing Dana og Islendinga mundi stefna sérstöðu
þeirra í hættu. En það er langur vegur þaðan til þess að koma auga
72 Guðmundur Hálfdanarson, íslenska þjóðríkið (2001), 75-76.
73 Gunnar Karlsson, „The Emergence of Nationalism in Iceland" (1995), 40-42.
74 Jón Blöndal og Sverrir Kristjánsson, Alþingi og félagsmálin (1954), 10-11.