Skírnir - 01.04.2004, Side 183
SKÍRNIR
SYRPA UM ÞJÓÐERNISUMRÆÐU
177
á frjálshyggjuna sem stefnu eða grundvallarviðhorf og móta
stjórnskipunarstefnu til að sporna við henni. Varla bar svo mikið
á frjálshyggju í Danmörku á þessum árum.
Ekki liggur einu sinni fyrir að Islendingar hafi verið neitt ein-
dregið að hugsa um að halda í sérstakar takmarkanir sínar á einstakl-
ingsfrelsi einmitt þessi árin. Svo að takmörk á rétti fátæklinga til
að ganga í hjónaband séu notuð sem mælikvarði, þá giltu hér á
fyrstu árum Alþingis nákvæmlega sömu lög um þau og í Dan-
mörku, Forordning ang. Præsternes Embede med Hensyn til
Ægteskab frá 1824.75 Á Alþingi var því hreyft að setja frekari
skorður við öreigagiftingum, árið 1847 að tillögu bænarskrár úr
Suður-Múlasýslu, 1849 að frumkvæði þingmanns, en í hvorugt
skiptið var málið einu sinni sett í nefnd.76 Áhuginn á því var í lág-
marki.
Hinn annmarkinn á kenningu Guðmundar er skortur á bein-
um heimildum um að þær hugsanir sem hann eignar íslendingum
hafi verið hugsaðar á þeim tíma þegar sjálfstæðishreyfingin var að
skapast. Sjálfur hefur hann aðeins nefnt tvö dæmi um ummæli Is-
lendinga sem lúta að nauðsyn þess að losa þjóðina við frelsisstefnu
Dana, en þau eru bæði frá sjöunda áratug 19. aldar, 1863 og 1869.77
Ég hafði tilfært þriðja dæmið í bók minni um Suður-Þingeyinga,
og það er frá sama tíma, 1865.78 En einmitt allan sjöunda áratug-
inn var sífelldur ágreiningur milli Alþingis og danskra stjórnvalda
um félagsmál, takmörkun öreigagiftinga, vistarskyldu og rétt
vinnufólks. í þessum málum sýndu Danir meiri áhuga á einstakl-
ingsfrelsi en Alþingi (enda greiddu þeir ekki útsvörin til fátækra-
framfærslunnar, hefðu einhverjir Alþingismenn sagt).79
Þegar þetta gerðist hafði skipt svo um til hins verra um árferði
til landbúnaðar að ársmeðalhiti í Stykkishólmi var 1,12 °C lægri á
75 Lovsamlingfor Island'VIII (1858), 537-^14.
76 Jón Blöndal og Sverrir Kristjánsson, Alþingi og félagsmálin (1954), 19.
77 Guðmundur Hálfdanarson, Old Provinces, Modern Nations (1991), 155.
78 Gunnar Karlsson, Frelsisbarátta suður-þingeyinga og Jón á Gautlöndum
(1977), 439.
79 Jón Blöndal og Sverrir Kristjánsson, Alþingi og félagsmálin (1954), 19-22, 24-
26, 33-34.